Að snjóa í kaf!
Munið þið eftir myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna? Munið þið kannski eftir atvikinu þegar mamman og pabbinn fóru að reyta arfa í kartöflugarðinu? Ég lennti nefninlega í svoleiðis atviki í dag...
Þegar ég vaknaði í morgun var allt komið á kaf hérna. Ég átti ekki að kenna nema einn tíma eftir hádegi þannig að ég lúrði aðeins lengur í rúminu og labbaði síðan bara í skólann. Eftir að ég kom aftur heim tók það mig langan tíma að telja í mig kjark til að klæða mig upp og skella mér útí snjóinn til að moka bílinn minn út. Eftir kvöldfréttirnar lét ég loksins verða að því. Dúðaði mig upp og fór út í snjóinn, tók skóflu mér í hönd og byrjaði að moka. Þegar ég var að mestu leiti búin að moka bílinn út ruddi ég af honum snjóinn og reyndi að opna hann til að ná í sköfuna. En hurðin stóð eitthvað á sér og því reyndi ég að opna bílinn hinu megin. Datt í hug að hún væri bara svona vel frosin aftur... Þegar ég svo gekk aftur fyrir bílinn tók ég eftir dálitlu hræðilegu!!! aftan á honum stóð Yaris... ég var víst búin að moka vitlausan bíl út!!!! Næsti bíll við hliðin á var víst minn bíll... og ég neyddist til að byrja allt upp á nýtt...
Ég er farin að halda að ég sé bara í alvöru ljóshærð...
8 dagar í jólafrí :o)
6 Comments:
Guð ég hefði verið fúll ef þetta hefði skeð fyrir mig.
En sástu nokkuð almennilega bílin? ég mun minnska kosti ekki kala þig ljóslu en samt smá fndið:P
Priceless ;o)
þú ert bara brandari, sorrý en ég á eftir að gera grín af þér fyrir þetta lengi hahahahahahhahahahhahhahahhah
ps þú vannst fyrir því :)
hehehehehe...=OD
...þú er frábær Sigga Gunna:)
verð að fara að hitta þig
Kveðja Guðbjörg
Hahah... snillingur... heppinn sá sem átti bílinn sem þú mokaðir upp :)
BWAHAHAHAHA...
Í Reykjavík er enginn snjór og því ekkert að skafa :)
Skrifa ummæli
<< Home