Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, janúar 20, 2007

Life goes on and on

Jæja þá er lífið byrjað sinn vanagang aftur. Skólinn kominn á fullt og ég m.a. búin að skila fyrsta verkefninu á þessari önn. Þá er það bara hin ógurlega lokaritgerð sem ég er að baksa við að byrja á. En efnið er allavega áhugavert sem ýtir á mann.

Þessa helgina er háskólasprell hérna fyrir norðan sem þýðir að stórir hópar frá skólunum fyrir sunnan eru hér í heimsókn núna. Í gær var farið upp á Sólborg þar sem boðið var upp á drykki og fólk gat spjallað saman. Hitti m.a. gamlann bekkjarfélaga úr grunnskóla :o) Svo kíktum við Heiða aðeins niður í bæ með Ólöfu og Grétu. Ég var mjög ánægð með að vera bara komin heim um tvö leitið, annars væri ég ekki svona hress núna. Er að hugsa um að lesa svona fram að hádegi og skella mér þá í sund. Það er nú einu sinni alltaf svo hressandi. Í kvöld er síðan planið að fara bara út að borða á Plaza með Kennó og kíkja svo jafnvel aðeins í Sjallan... sjáum til hvernig það verður ;o)

Þá er ég allavega komin með smá skýrslu af sjálfri mér... sem var ekki væmin ;o)

1 Comments:

At 21/1/07 13:30, Blogger Stina said...

Jamm, gott að lesa pistil frá þér skvísa. Þessi lokaritgerð verður örugglega auðveldari en bæði Hjalteyrarverkefnið og Yrsa, hahaha. Hlakka til að sjá þig næst, verður sennilega í leikhúsi þann 25. ?
:O)
Kv. Turner.

 

Skrifa ummæli

<< Home