Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, janúar 29, 2007

Það þarf tvo til...

Nú er ný afstaðið árlegt þorrablót Bolvíkinga. Þetta árið átti sér stað nokkur umræða um þennan árlega viðburð í bæjarlífinu og langar mig til að gera hana að umtalsefni mínu að þessu sinni.

Eins og sumir hafa kannski heyrt þá gilda ákveðnar reglur um þátttökurétt þeirra sem sækja vilja þorrablótið og hefur kannski hvað helst verið gagnrýnd sú regla að þú verður að eiga maka til þess að geta sótt skemmtunina. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki bara eitthvað sem á við um skemmtunina í Bolungarvík heldur á mörgum öðrum stöðum í samfélaginu... Hvað er t.d. oft boðið upp á 2 fyrir 1? Er einmitt ekki yfirleitt gert ráð fyrir mökum ef skemmtanir að einhverju tagi eiga sér stað t.d. á vinnustöðum? Dæmi eru þess að fólk jafnvel forðist að mæta á slíkar samkomur því það er ekkert sérstaklega gaman að vera þessi sem er "stakur"... Mér finnst tími kominn til að við förum aðeins og skoða þessa hluti sértaklega í ljósi mjög breytra aðstæðna í nútíma þjóðfélagi!

Misskiljið mig þó ekki að ég sé á móti því að makar séu með, mér finnst bara ekki að það eigi að þurfa vera gert ráð fyrir því að ALLIR séu með slíkann með sér...

1 Comments:

At 29/1/07 19:42, Blogger Guðbjörg said...

Takk:)

 

Skrifa ummæli

<< Home