Karlmennska
Vegna nýliðins bóndadags núna síðastliðinn föstudag hefur verið nokkur umræða um það í útvarpinu hvað sé karlmennsku, eða hvað það er sem konur vilja meina að einkenni "alvöru" karlmann. Mörg svör, misgáfulega að sjálfsögðu..., hafa komið upp þannig að ég fór aðeins að velta þessu fyrir mér. Hvað er það eiginlega sem ég lýt svo á að verði að einkenna karlmann? Eftir að hafa hugsað mig um stundarkorn... og notalegum potti í Akureyrarlaug :o)... komst ég mér til nokkurar furðu að niðustöðu. Flest það sem mér finnst að þurfi að einkenna karlmann til þess að hann geti talist "alvöru" karlmaður var að mestu leyti eitthvað sem á við um hann pabba minn!!! Ykkur til gamans tel ég hér upp nokkur atriði og viðurkenni það að það sem oft hefur verið sagt að kona leiti eftir karlmanni sem líkist föður sínum er kannski ekki svo fjarri lagi... Njótið ;o)
Karlmaður verður í fyrsta lagi að vera sterkur, ég fýla frekar stráka/karla sem vinna við eitthvað þar sem þeir þurfa að reyna líkamlega á sig.
Karlmenn geta smakka allt í ískápnum, sérstaklega þegar maður er ekki viss um það hvort maturinn sé orðinn skemmdur.
Mér finnst frekar flott að fá að sjá hann soldið skítugan. Þýðir að hann hefur verið að gera eitthvað.
Og svo er það margt svo miklu fleira... kannski þið getið bætt einhverju við??
6 Comments:
Sigfús Sigurðsson í ísl. handboltalandsliðinu vera holdgervingur karlmennskunnar að mínu mati. Veit ekki af hverju, en það er bara þannig að þegar ég hugsa karlmennska sprettur hann upp í hausinn á mér.
Fyrir utan hann finnst mér líka smá svitalykt, líkamshár og djúp karlmannsrödd vera málið....og örugglega eitthvað fleira. :O)
úps,eitthvað var þetta skrítinn texti hjá mér.....tíðin eitthvað brengluð, hahaha. Skilst samt vonandi. Mússí múss
Hvað er málið með kvenmenn og skítuga karlmenn? Ótrúlega algengt að heyra þetta. :)
Ég kann vel að meta karlmenn sem kunna að baða sig ;) hihi...
Já ég elska karlmenn sem eru að vinna þannig vinnu að það sjáist aðeins á þeim þegar þeir koma heim! :) hehe....
En þar sem þú skrifar á döfinn.
bættu < br > strax fyrir aftan hverja línu þá kemur dagsetningin alltaf í byrjun, kemur þá ekki svo allt í belg og biðu! :)
þetta < br > það á ekki að vera bil á milli! Commentið leyfir ekki svona html kóða .... :)
Humm þú ert að tala um að sé lýt pabba. Þessi atriði eru nú dáldið líkt pabba:P
Skrifa ummæli
<< Home