Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, mars 13, 2008

Lífið hér og nú

Jæja, ég er alltaf að reyna að lofa sjálfri mér því að vera duglegri við að setja inn færslur hér á bloggið mitt. Finnst voða gaman að lesa blogg hjá gömlum vinum sem búa einhvers staðar langt í burtu... en kannski er ein afleiðing þess að maður hringir sjaldnar því það er svo auðvelt að fylgjast með öllu sem er að gerast með því að lesa bara bloggið ;)

... En ég hef ýmislegt verið að bralla síðan ég kom heim frá Danmörku. Ég skellti mér m.a. á Skagaströnd yfir eina helgi sem var að sjálfsögðu voða gaman. Fór með rútu sem náði að festa sig á leiðinni þannig að þetta var bara allt saman heilmikið ævintýri. Guðbjörg og krakkarnir hugsuðu að sjálfsögðu voða vel um mig þannig að þetta var bara hin besta ferð :)

Þriðjudaginn 19. febrúar fæddist þeim Malla og Brynhildi lítil dóttir. Við kíktum að sjálfsögðu upp á Árvelli til að líta hana augum, en það var vel þess virði þar sem hún var að sjálfsögðu gullfalleg :)

Í febrúar náði Einar Sverrir, vinur Úlfars, þeim merkar áfanga að útskrifast úr viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Kíktum því í útskriftarteiti til hans og skelltum okkur aðeins út á lífið... já maður er orðinn svo gamall að það er farið að teljast til frétta að farið sé út á djammið... það er af sem áður var.

Á síðustu helgi vorum við síðan að passa Núma Hrafn, sem gekk bara mjög vel. Hann var samt mun hrifnari af Úlfari en mér. Sofnaði meirað segja í fanginu á honum inn í stofu, sem mér fannst bara sætt...

Í næstu viku er ferðinni síðan að sjálfsögðu heitið vestur á Ísafjörð, rock city of Iceland, þar sem við ætlum að eyða páskunum :)

1 Comments:

At 14/3/08 22:32, Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ, takk fyrir komuna til Skagastrandar.

 

Skrifa ummæli

<< Home