Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, apríl 16, 2007

Vor í lofti...

Já það er sko aldeilis vor í lofti. Grasið er farið að grænka og það er einnig farið að hlýna nokkuð í veðri. Svo er það auðvitað skóla-stress-fýlingurinn sem fylgt hefur vorunum hjá mér núna síðast liðin fjögur ár... en brátt sér fyrir endan á honum og minni háskólagöngu! (í bili að minnsta kosti, maður á víst aldrei að segja aldrei ;o)) Án efa verður það nokkuð skrítið að mæta ekki aftur til starfa hér á Akureyri næsta haust, mest á ég auðvitað eftir að sakna skólafélaganna og þó sérstaklega sultunum mínum... En það er auðvitað líka margt spennandi fram undan. Nú er það bara lífið, þetta líf sem ég er búin að þrá svo lengi að getað byrjað að lifa en er samt smá smeyk við...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home