Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, júní 16, 2007

Smá update

Jæja ég lofaði víst frekari fréttum af útskriftinni svo ég ákvað að henda hér inn nokkrum línum. Dagurinn fyrir norðan var hreint frábær, fannst eiginlega bara mjög gott að sleppa við allt veislustandið sem hinir voru að standa í og geta þess í stað bara notið dagsins. Um kvöldið fórum við fjölskyldan saman út að borða og fengum öll ágætis máltíð :o) Eftir matinn var kíkt í partý til Guðbjargar og síðan Sonju. Sonja hafði reyndar slegið tvær flugur í einu höggi og gift sig um daginn líka :o) Eftir partý kíktum við bara í bæinn og skemmtum okkur fram á rauða nótt! Á sunnudag skelltum við Úlfar okkur í sund áður en hann lagði af stað austur og við fjölskyldan vestur. Vorum síðan að renna í hlað hér á Seljalandsveginum um ellefu leitið.
Líf mitt hefur ekki breyst mikið á þessari viku sem ég er búinn að bera "nafnbótina" kennari... skelli hér inn nokkrum myndum frá deginumÉg og ÚlfarÉg með prófskírteiniðÉg og Guðbjörg
Útskriftarárgangur Háskólans á Akureyri vorið 2007

4 Comments:

At 19/6/07 11:07, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með útskriftina og titilinn KENNARI :)

 
At 4/7/07 18:33, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhó og hjartanlega til hamingju. Nú verðurðu að fara að uppfæra prófælinn þinn, því þar ertu enn titluð sem nemandi ;) Sjáumst á morgun (kíki á pósthúsið til þín). kv.Kamilla

 
At 7/7/07 00:02, Anonymous Nafnlaus said...

til hammó frænka;)

 
At 7/7/07 00:02, Anonymous Nafnlaus said...

Hey það er 07 07 07

 

Skrifa ummæli

<< Home