Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, ágúst 24, 2007

Alvara lífsins tekin við

Já það eru sko orð að sönnu! Í dag er annar dagurinn í kennslu hér í Hjallaskóla og má því með sanni segja að allt sé komið á fullt hjá mér. Á miðvikudaginn hitti ég alla nemendur mína í fyrsta skiptið ásamt foreldrum þeirra og í gær við síðan fyrsti eiginlegi skóladagurinn. Flest gekk vel og hef ég trú á að þessi vetur eigi eftir að verða mjög lærdómsríkur. Mér þykir líka gaman að taka við svona ungum nemendum þar sem þau eru svo full að áhuga og jákvæð í garð skólans :o)
Annars er lítið annað af mér að frétta. Mamma og pabbi fóru aftur vestur í gær eftir vikudvöl hér í borginni. Það var ósköp gott að hafa þau hjá sér í þennan tíma. Í dag á ég síðan von á Bryngerði vinkonu í heimsókn en hún ætlar að vera hér í borginni yfir helgina.
Segi þetta bara gott í bili.

3 Comments:

At 24/8/07 15:55, Blogger Stina said...

Gangi þér vel elsku mússan mín, ég veit þú átt eftir að verða frábær 1.bekkjar kennari. Er farin að sakna þín og ykkar.
Kveðja í borgina, Stína.

 
At 25/8/07 08:00, Blogger Aðalheiður said...

obbobobbb, gangi þér vel sæta! Já og svo verður einhverntíman í haust dekurhelgi fyrir örmagna kennara í birkihrauninu en það verður nánar rætt á sultunni. Það væri frábært ef þú kæmist ásamt hinum sultunum, gleymdi bara að minnast á þetta við þig þegar ég hringdi í þig! :)

 
At 26/8/07 21:58, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér skvísa, gangi þér sem allra best með þetta, veit þú átt eftir að standa þig með sóma :)

 

Skrifa ummæli

<< Home