Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, október 15, 2005

Þankagangur dagsins

Jæja þá hefur dömu lúkkið fengið að fjúka! Lauk við að plokka síðustu gervinöglina af mér í gær svo núna er ég bara aftur orðin hún gamla ég :o) Hefur reyndar aldrei liðið betur en um daginn þegar ég hafið fjárfest í mínu fyrsta skrúfjárni og búin að skipta um dekk á Krílinu og með sorgarrendur undir nöglunum. Þá komst ég virkilega að því að ég væri sjálfstæð ung kona sem gæti vel séð um mig sjálf! Það var þangað til að ég komst að því að ég gæti ekki hert dekkin nógu vel... sem tókst þó að lokum þegar ég var búin að láta skap mitt bitna allverulega felgulyklinum!
Hef sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að ég get svo vel án karlmanns verið :o) Því hef ég hugsað mér að eyða nú meira af tíma mínum í að læra og hugsa aðeins minna um hitt kynið. Það einfaldlega hefur ekkert upp á sig. Annað hvort skilja þeir ekki mig eða ég ekki þá...

---

Nú hefur hún elsku besta amma mín verið svo veik undanfarið og mamma var að hringja í mig rétt áðan til að láta mig vita að það hefðu frekari blæðingar byrjað hjá henni í dag. Ég vildi bara óska þess að hún fengi bara bráðum að fá hvíldina sem hún svo skilið. Erfiðast er þó auðvitað að vera svona langt í burtu frá henni, en ég veit svo sem að ég gæti ekkert gert. Ég reyni bara að hugsa um allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman og þó sérstaklega hvað við áttum notalega stund núna í ágúst áður en ég fór hingað norður. Ætli það sé ekki best að eiga bara notalega kvöldstund í kvöld, hlusta á notalega tónlist eða lesa góða bók og senda henni góða strauma. Vona allavega að biðin fari bara að styttast hjá henni.

1 Comments:

At 15/10/05 16:02, Blogger Guðbjörg said...

Gaman að fá gömlu Siggu aftur við vorum farnar að sakna þín.
Kveðja Trillurnar þrjár í BÚRINU.

 

Skrifa ummæli

<< Home