Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Það nýjasta...

Jæja það er voða lítið að frétta af mér þessa dagana... Er bara búin að vera að sleikja sólina hérna á Ísafirði alltaf þegar ég hef haft tækifæri til. Síðan hef ég að sjálfsögðu verið að vinna á pósthúsinu ásamt því að slá kirkjugarðinn í Hnífsdal með Heiðu systir...

Er búin að fara í eina helgarferð með Heiðu systir. Fórum í Flókalund og gistum þar eina nótt. Keyrðum síðan útt á Rauðasand og áttum þar dýrlegan dag í meiriháttar veðri... Seinni nóttina gistum við svo á Tálknafirði. Fórum þar í sund og síðan í Selárdal þar sem við skoðuðum safnið hans Samúels.
Einnig sótti ég Dýrfirðinga heim á Dýrarfjarðardögum á þarsíðustu helgi, gisti meirað segja í tjaldi á Þingeyri með Úlfari :o)
Á síðustu helgi skellti ég mér síðan á markaðsdaga í Bolungarvík með mömmu og pabba og keypti mér þar tvær sultukrukkur sem ég á enn eftir að bragða á... Um kvöldið fór ég síðan aftur í víkina með henni Bryngerði á djammið :o)
Nú eru einungis rúmar þrjár vikur eftir að dvöl minni hér í faðmi fjallanna bláu og ætla ég mér að njóta þess tíma út í ystu æsar... enda af nógu að taka hér....
Yfir og út!