Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Látrabjarg



Hér er ein flott frá Látrabjargarferðinni sem ég og Heiða fórum í. Njótið :o)

Glæsi pía!

Tata... þá er stóra stundin loksins runnin upp! Ég er formlega orðin geðveik gella... Var að fá mér gevineglur í dag og finnst ég bara vera alveg rosa flott. Það er reyndar aðeins erfiðara að senda sms og skrifa á lyklaborðinu en ég reina nú með að það eigi eftir að venjast. Það er aðeins eitt atriði sem ég á eftir að standa við af listanum góða sem ég setti hér upp í byrjun sumar og það er að ná eðlisfræðinni! Auðvitað ætla ég að standa við það eins og allt hitt :o)
Annars er ég bara aðeins byrjuð að pakka niður. Reikna með að leggja af stað fljótlega eftir vinnu á föstudag og ætla þá að keyra á Hvammstanga og gista hjá Sigrúnu. Við höfum hugsað okkur að reyna svo að læra soldið saman sem er án efa alveg frábær hugmynd þar sem það hefur víst oftasst reynst okkur mjög vel :o) Á morgun ætla ég svo að kíkja á ömmu og svo út í vík til ömmu og afa þar svona til að kveðja alla. Er vissum að ég eigi nú eftir að sakna allra. Það er alltaf svo gott að koma til þeirra...
Ætli ég segi þetta ekki bara gott í bili, tek enn við hamingjuóskum vegna naglanna... ;o)

mánudagur, ágúst 15, 2005

Senn líður að hausti

Jæja þá fer að líða að því að ég kveðji mína fallegu heimabyggð og haldi aftur norður á vit ævintýranna... Fer að öllum líkindum norður á föstudaginn með drekkhlaðinn bíl af drasli. aþð er ekki laust við að mann hlakki bara til að byrja aftur í skólanum. Allavega verður voða gaman að hitta alla aftur :o) Annars hefur lífið bara gengið sinn vanagang hér. Elli frændi búin að vera í heimsókn og við skruppið í bíltúra o.f.l. Á föstudagskvöldið kíkti ég aðeins út með Lóu sem ég hafði bara ekki séð í næstum 2 ár! Það var alveg æðislegt að hittast og við spjölluðum alveg endalaust saman. Erum líka búnar að plana að hittast þegar ég kem suður og draga Bryngerði með okkur á ærlegt djamm ;o) Í gær kíkti ég svo á Langa Manga með Kamilli, Tinnu og Guðrúnu. Það var líka mjög gaman að hitta þær, eitthvað sem maður þyrfti að gera miklu oftar!
Ætli ég segji þetta ekki bara gott í bili. Yfir og út

mánudagur, ágúst 08, 2005

Physichs

Jæja þá er eðlisfræðilærdómurinn hafinn af fullri alvöru... OJJ hvað þetta er leiðinlegt!! Ég vildi svo óska þess að ég hefði náð þessu og þyrfti ekki að taka þetta helv.. aftur. En svona er lífið og nú er bara að vera dugleg til að falla nú ekki enn einu sinni! Á síðustu helgi fór ég bara aftur inn í djúp til Palla og var bara voða dugleg að læra :o) Ekki skemmdi heldur fyrir að ég fékk alveg dýrindis mat hjá honum. Já hann á sko mikið hrós skilið fyrir frábæra eldamennsku :o9
***
Um daginn fékk ég sendibréf. Það er nú kannski ekki til frásögu færandi nema hvað að þetta bréf var frá honum Daniel í Wales sem ég kynntist á skátamóti á Úlfljótsvatni fyrir 6 árum! Við vorum í einhverju smá ambandi eftir mótið en svo fjaraði það bara út eins og oft vill gerast... Svo fæ ég bara þetta bréf og var ekki lítið hissa. Hann hafði þá verið að fara í gegnum gamalt dót og rekist þá á bréf frá mér. Hann ákvað að prófa að senda mér línu en bjóst eingan veginn við því að fá svar til baka eftir svona langann tíma, hann hreinlega hélt að ég væri búin að gleyma sér! Ég svaraði auðvitað um hæl og fékk svo annað bréf í dag. Það er ótrúlegt hvað lífð kemur manni stöðugt á óvart. Ég hafði ekki hugsað til hans í langan tíma en auðvitað hafði ég alls ekki gleymt honum...
***
Já á meðan ég man þá hafa erlendu vinir mínir verið að kvarta yfir því að þeir skilji ekkert af því sem ég skrifa hér svo hér kemur smá lína til ykkar. I´m sorry that you don´t understand much because I write in Icelandic. But you can click in the link on the right where it says Myndir and then you can see some photos of me and my friends :o) That´s all for now
Love
Sigga

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Um daginn og veginn

Versló var mjög fín hjá mér. Ég fór inn í djúp og vari hjá Páli Jens inn í Hafnardal. Við fórum m.a. í hestaferð inn í Hraundal þar sem amma ólst upp. Það var nú alveg hreinnt frábært og á ég honum frænda mínum miklar þakkir fyrir að dröslast með mig alla leiðina þangað. Það var gaman að sjá loksins þennan dal sem amma hefur nú ekki svo sjaldan sagt mér frá. Síðan fórum við líka í bíltúr eftir Langadalsströndinni og alveg inn að Tyrðilmýri þar sem hann afi minn ólst upp. Og mikið afskaplega þótti mér fallegt þar... það er nú svo fallegt í djúpinu :) Svo var auðvitað líka mikið spjallað hlegið og haft það skemmtilegt. Vonandi höfum við bara tækifæri til að hittast sem fyrst aftur.
Svo er það bara prófundirbúningur sem tekur við. Það þýðir sko ekkert nema harkan 6 ef ég ætla að ná að skreiðast í gegnum þessa eðlisfræði. Veit samt að ég á alveg að geta þetta ef ég bara legg svolitið á mig... en það þarf bara að gera það!!!
Bless í bili.