Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, október 25, 2006

Að eignast börn

Á síðasta föstudag fékk ég að heyra bestu ástæðu sem ég hef nokkurn tíman heyrt fyrir því að maður ætti að eignast barn. Það var þannig að 6 ára gömul vinkona mín kom í heimsókn til mín. Henni fannst víst heldur of mikið drasl í stofunni hjá mér. Þá sagði hún : Sigga ég held að þú ætti að fara að eignast barn. Ég sá ekki alveg afhverju henni datt það allt í einu í hug, svo ég spurði hana afhverju. Nú afþví þá hefur þú einhvern til að hjálpa þér að taka til, svona alveg eins og mamma. Ég hjálpa henni svo oft... Svo leit hún voða stolt á okkur og sagði Er þetta ekki góð hugmynd hjá mér?!

Ég veit ekki með ykkur en mér fannst hugmyndin alveg frábær, burt séð frá því hve raunhæf hún er eða hvort hún standist yfirleitt... Ég á víst ekki börn svo ég get ekkert sagt um það... ;o)

miðvikudagur, október 18, 2006

Hvalir


Nú hafa hvalveiðar verið leifðar aftur á Íslandi. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum og heitum umræðum í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég er allavega búin að fylgjast með nokkrum körlum rífast um þetta í Kastljósinu... Þar kom nú m.a. fram að segja má að heil kynslóð hafi alist upp við það að hvalkjöt væri ekki á boðstólum. Nánar tiltekið er þetta mín kynslóð! Þrátt fyrir að vera vinstri sinnuð fram í fingurgóma er ég ekki sammála mörgum skoðanabræðrum mínum og systrum. Ég er nefninlega alls ekki á móti hvalveiðum!!! Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að hafa marg oft smakkað á hrefnukjöti og fundist það mjög gott. Kannski er ég líka bara svona gamaldags og finnst að við eigum ekki að láta aðra ráða því hvað við Íslendingar gerum... Ég er Vestfirðingur og veiðimannseðlið mér því í blóð borið, enda skyld Hrefnu-Konna... ;o)

Nú spyr ég ykkur, kæru lesendur, hver er ykkar skoðun?

þriðjudagur, október 17, 2006

Lítill gullmoli fæddur

Um tíu leitið í morgun eignaðist ég lítinn frænda. Hann var 51cm, en pabbi gleymdi víst að fá frekari upplýsingar um stærð þegar Katrín hringdi í hann... Til hamingju með litla kútinn Katrín, Baldur, Tinna og Pétur Starkaður :o)

sunnudagur, október 15, 2006

Allt að gerast!

Jæja þá er beðið eftir komu nýs fjölskyldumeðlims. Katrín systir var byrjuð að missa vatn í gær svo maður bíður bara spenntur eftir frekari fréttum! Alltaf gaman þegar lítið kríli bætist í hópinn.

Annars á hún Birna frænka mín afmæli í dag og er orðin 6 ára. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.

Í dag skrapp ég í bíó með Guðbjörgu og co, sem var góð tilbreyting frá leiðinlegri verkefnavinnu! Myndin var Wild life og þótti mér hún bara nokkuð góð. Ekki er laust við að sumum hafi þótt það talsvert meira sport að borða popp og drekka kók heldur en að horfa á myndina sjálfa... say no more

mánudagur, október 09, 2006

Ný vika...

Jæja þá er kominn mánudagur aftur... Helgin var frábær! Sprellmót áið var á föstudag og alvar það hin mesta skemmtun. Endaði með partýi heima hjá mér og svo auðvitað djammi í Sjallanum :o) Svo kom Úlfar líka til mín á fimmtudag og ekki er hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt að hafa hann hjá sér í næstum fjóra dag...

Núna er ég hinsvegar bara komin á fullt kennslu og ætla að reyna að vera dugleg... Er reyndar alveg óskaplega einmanna eitthvað akkúrat þessa stundina, vantar eiginlega stórt knús frá einhverjum sem þykir vænt um mig

mánudagur, október 02, 2006

Alvara lífsins

Jæja þá er alvara lífsins hafin. Við Lilja byrjuðum að kenna í 3. bekk í dag. Það verður varla annað sagt en að það hafi bara gengið mjög vel hjá okkur. Komumst samt að raun um hvað undirbúningur getur tekið langann tíma eftir að haf klippt út 32 köngulóabækur... eigum enþá 13 eftir sem við ætlum að klára á morgun! Tíminn var bara alveg ótrúlega fljótur að fljúga áfram, bæði í kennslunni og undirbúningnum. Ég fann vel hvað það nýttist mér vel að hafa kennt áður. Allt stress fauk út í veður og vind þegar ég stóð fyrir framan krakkana... Er eignlega bara alltaf að komast betur og betur að því hvað þetta starf á vel við mig. Það kom mér samt á óvart hvað ég finn mig miklu betur með yngri börnunum, hélt akkúrat að það væri öfugt. En það er bara ekki annað hægt en að hlakka til komandi vikna...

Já og svo er það bara sprellmótið á föstudaginn, þar verður án efa hörku stuð. Sérstaklega ánægð með að vera búin að plata ónefndar manneskjur til að mæta. Ég get án efa lofað miklu stuði þar... eða er ekki alltaf gaman ef maður vill hafa gaman?! VILJIN ER ALLT SEM ÞARF!!!