Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, október 19, 2005

Hasta la victoria siempre!

Já þetta var eitthvað sem hljómaði á vörum margra á þeim tíma þegar mamma var ung og unga fólkinu stóð ekki á sama um heiminn. Núna skilja eflaust fæstir þessa fleygu setningu sem er augljóslega uppruninn frá Kúbu, lengi lifi byltingin! En af hverju virðist það einhvern vegin eins og öllu ungu fólki sé bara alveg sama um allt í kringum sig ef það hefur það nógu andskoti gott? Svo er bara hallærislegt að hafa skoðun á hlutunum, sérstaklega ef þú ert stelpa!!! Ég er vön að hafa mjög sterkar skoðanir á flestum hlutum og get sjaldan setið á mér með að láta þær í ljós... Það er eflaust erfitt að láta sér dreyma um það sem að mínu mati væri hið fullkomna land þar sem allir væru jafnir og við hefðum öll jöfn tækifæri óháð fjölskyldutengslum og öðrum klíkuskap.
Ég hef blessunarlega verið svo heppin að vera að mestu leiti laus við slíkt. Ég einfaldlega á ekki "réttu" foreldrana! Þar af leiðandi tel ég mig vera nokkuð vissa um að allt sem ég hef áunnið mér í lífinu sé eitthvað sem ég eigi skilið... ég hef þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef fengið sem hefur líka gjarnan skilað sér í því að ég er mikið ánægðari fyrir vikið. Mér finnst ég líka hafa grætt nokkuð á því hversu blönk við fjölskyldan vorum oft þegar ég var lítil. Það lýsir sér kannski best í því að þegar mamma fékk sér nýjan stuttermabol var hann kallaður "nýi bolurinn" næstu tvö árin á eftir... En þetta streð allt saman hefur kennt mér að spara á annan hátt. Þegar ég versla, versla ég oftast mjög ódýrt. Þannig get ég frekar leyft mér að gera eitthvað skemmtilegt í staðin :o) Ég get líka verið án margra hluta sem mörgum þætti ómögulegt... hef t.d. aldrei á ævi minni verið með stöð 2!!!
Ég held að við ættum öll að staldra við eitt augnablik og hugsa um hvað það er sem er mikilvægt í lífinu og hvernig við viljum lifa því sem betri manneskjur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skipta efnislegir hlutir svo litlu máli, það er fólkið í kringum okkur sem skiptir mestu. Án þeirra værum við ekki þær manneskjur sem við erum!

laugardagur, október 15, 2005

Þankagangur dagsins

Jæja þá hefur dömu lúkkið fengið að fjúka! Lauk við að plokka síðustu gervinöglina af mér í gær svo núna er ég bara aftur orðin hún gamla ég :o) Hefur reyndar aldrei liðið betur en um daginn þegar ég hafið fjárfest í mínu fyrsta skrúfjárni og búin að skipta um dekk á Krílinu og með sorgarrendur undir nöglunum. Þá komst ég virkilega að því að ég væri sjálfstæð ung kona sem gæti vel séð um mig sjálf! Það var þangað til að ég komst að því að ég gæti ekki hert dekkin nógu vel... sem tókst þó að lokum þegar ég var búin að láta skap mitt bitna allverulega felgulyklinum!
Hef sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að ég get svo vel án karlmanns verið :o) Því hef ég hugsað mér að eyða nú meira af tíma mínum í að læra og hugsa aðeins minna um hitt kynið. Það einfaldlega hefur ekkert upp á sig. Annað hvort skilja þeir ekki mig eða ég ekki þá...

---

Nú hefur hún elsku besta amma mín verið svo veik undanfarið og mamma var að hringja í mig rétt áðan til að láta mig vita að það hefðu frekari blæðingar byrjað hjá henni í dag. Ég vildi bara óska þess að hún fengi bara bráðum að fá hvíldina sem hún svo skilið. Erfiðast er þó auðvitað að vera svona langt í burtu frá henni, en ég veit svo sem að ég gæti ekkert gert. Ég reyni bara að hugsa um allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman og þó sérstaklega hvað við áttum notalega stund núna í ágúst áður en ég fór hingað norður. Ætli það sé ekki best að eiga bara notalega kvöldstund í kvöld, hlusta á notalega tónlist eða lesa góða bók og senda henni góða strauma. Vona allavega að biðin fari bara að styttast hjá henni.