Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Læri, læri, tækifæri :o)

Jæja þá er það lærdómurinn! Allt er í botni núna, talsvert hefur saxast á verkefnin og maður er aðeins farin að sjá fyrir endan á þessu öllu saman. Við Stína erum hressar að vanda niður í Þingvallarstræti að gera BBG Verkefni :o) Segi þetta bara gott í bili, bara að minn á það að ég væri enn á lífi fyrir ykkur sem eruð farin að efast um það... ;o)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Overloaded!


Ætli það verði ekki lítið um gáfulegar vangaveltur að þessu sinni. Sit núna niður á Þingvallarstræti og er að berjast við að koma saman texta um Auði Jónsdóttur vegna verkefnis í íslenskum bókmenntum. Það gengur frekar hægt, en gengur þó :o)
Annars hefur lítið annað verið gert þessa dagana annað en að vinna verkefni. Við Stína höfum verið voða duglegar svo ekki minna sé sagt. Hjalteyrarverkefnið er senn á enda, þá eru það bara hin verkefnin sem bíða okkar... En þetta er víst bara lokaspretturinn því fyrsta prófið er 5. des. Verð að segja að þetta er ein sú yndislegasta próftíð sem ég hef farið í þar sem að ég er komin í jólafrí 9. des :o)
Hér að ofan má sjá hverssu hressir háskólanemar geta verið þegar verkefnavinna hefur staðið fram á nótt ;o)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Egótripp dauðans!!!



Það er ekki annað hægt að segja en að ég sé í sæluvímu eftir grendarkennslutíman í dag... Brynjólfur var svo duglegur að koma Vestfjörðum og þá sérstaklega Ísafirði inn í umræðuna. Í frímínútum kom hann svo til mín og spurði hvort að ég væri frá Ísafirði og sagði m.a. að flestir Ísfirðingar sem hann þekkti væru allir mjög harðir Ísfirðingar líkt eins og ég :o) Það eina sem e.t.v. skyggði á gleði mína var þegar hann fór að tala um góða veðrið á Vopnafirði... ;o)
Get ekki annað sagt en að ég hlakki gífurlega til að fara heim yfir jólin... Hvernig er líka annað hægt þegar maður býr á svona fallegum stað???


Yfir og út!

mánudagur, nóvember 07, 2005

Af vitlausri kynslóð?

Er einhver tilfinning jafn góð og að skila verkefni sem maður er gjörsamlega búin að fá nóg af??? Held ekki...
Hef ekki mikla orku til að skrifa eitthvað gáfulegt hérna núna. Ætlaði að vera voða dugleg og pikka inn sálfræðifyrirlestur og skellti mér því á bókasafnið, en auðvitað gleymdi ég heddfónum svo ég gat ekkert gert. Endaði bara í staðin með því að ráfa um á netinu... Ekki gott!
Fór á minjasafnið í dag og hafði mjög gaman af. Hressandi að gera eitthvað skemmtilegt svona til tilbreytingar :o)

---

Er annars alltaf að komast meira og meira að því að ég hafi einfaldlega fæðst á vitlausum tíma... já er aftur dottin ofan í þó óskhyggju að hafa tilheyrt 68 kynslóðinni... Sé Woodstock fyrir mér í hyllingum...
Enda þetta með smá broti frá Bob Dylan

Hey, Mr. Tambourine Man, play a song for me
I'm not sleepy and there is no place I'm going to
Hey, Mr. Tambourine Man, play a song for me
In the jingle jangle morning I'll come following you

laugardagur, nóvember 05, 2005

Gifting

Svo Stelpukonan storkaði þessu öllu saman. Morguninn sem hún sat í rúminu og horfði sposk á Manninn sagði hún: Ég veit! Ef við giftum okkur þá færð þú frí í vinnunni og ég líka.
Þú ert geðveik.
Alls ekki. Ef við giftum okkur getum við ábyggilega fengið fyrirfram og þá eigum við peninga til að fara út að borða. Það vilja allir gera allt fyrir nýgift fólk.
Hann fnæsti: Maður giftir sig ekki til að komast út að borða.
Af hverju ekki?

Auður Jónsdóttir

Já, hversvegna ekki bara að gifta sig. Svona til að lífga aðeins upp á hversdagsleikan?

Ég óska hér með eftir góðum manni sem er tilbúin til að ganga í hjónaband, engar fyrirstöður.

P.s. Er hætt að versla aðeins í heimabyggð!