Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Sólardagurinn








Jæja þá er sólardagurinn afstaðinn og þar með hið árlega sólakaffi. Aumingja þið sem misstuð af... Læt því hér fyglja smá pistil af http://www.bb.is


Sólin lét glitta í sig eftir langa fjarveru á hinum eiginlega sólardegi á Ísafirði 25. janúar, en í meira en 100 ár hafa Ísfirðingar fagnað komu sólar með því að drekka sólarkaffi og pönnukökur. Sólardagur er miðaður við þann dag er sól sleikir Sólgötu við Eyrartún, ef veður leyfir, eftir langa vetursetu handan fjalla. Gamli Eyrarbærinn sem stóð á Eyrartúni er löngu horfinn en miðað var við daginn þegar sólin skein þar á glugga í fyrsta sinn eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Enda þótt Eyrarbærinn sé horfinn á vit þeirra sem í honum bjuggu, þá munu ýmsir hafa enn í heiðri þann sið, að bjóða upp á sólarkaffi og rjómapönnukökur þann dag þegar sólin skín í fyrsta sinn á ný á stofugluggann heima hjá þeim. Það er auðvitað mjög misjafnt og fer bæði eftir því hvar í bænum fólk býr og eins eftir skýjafari. Myndina af sólinni tók Sigurður Ólafsson en kaffihlaðborðið á ég sjálf heiðurinn af ;o)

mánudagur, janúar 29, 2007

Það þarf tvo til...

Nú er ný afstaðið árlegt þorrablót Bolvíkinga. Þetta árið átti sér stað nokkur umræða um þennan árlega viðburð í bæjarlífinu og langar mig til að gera hana að umtalsefni mínu að þessu sinni.

Eins og sumir hafa kannski heyrt þá gilda ákveðnar reglur um þátttökurétt þeirra sem sækja vilja þorrablótið og hefur kannski hvað helst verið gagnrýnd sú regla að þú verður að eiga maka til þess að geta sótt skemmtunina. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki bara eitthvað sem á við um skemmtunina í Bolungarvík heldur á mörgum öðrum stöðum í samfélaginu... Hvað er t.d. oft boðið upp á 2 fyrir 1? Er einmitt ekki yfirleitt gert ráð fyrir mökum ef skemmtanir að einhverju tagi eiga sér stað t.d. á vinnustöðum? Dæmi eru þess að fólk jafnvel forðist að mæta á slíkar samkomur því það er ekkert sérstaklega gaman að vera þessi sem er "stakur"... Mér finnst tími kominn til að við förum aðeins og skoða þessa hluti sértaklega í ljósi mjög breytra aðstæðna í nútíma þjóðfélagi!

Misskiljið mig þó ekki að ég sé á móti því að makar séu með, mér finnst bara ekki að það eigi að þurfa vera gert ráð fyrir því að ALLIR séu með slíkann með sér...

sunnudagur, janúar 28, 2007

Þreytt

Já nú er ég þreytt! Var boðin í mat og partý á eftir til Guðbjargar í gær. Síðan var að sjálfsögðu kíkt niður í bæ á Amour þar sem Ingó úr Idolinu var að spila. Hann hélt uppi alveg ágætis stuði en var samt alltaf með eitthvað attitude... Skemmti mér samt alveg ágætlega þarna... frekar fúlt samt að svo virðist sem einhver hafi nappað beltinu úr hálsmálinu á nýja jakkanum mínum :o/ Nú styttist í hina árlegu vísindaferð HA og get ég ekki annað sagt en að ég hlakki til að koma í borgina, sérstaklega til að skoða hin margumrædda Ingunnarskól!!!

sunnudagur, janúar 21, 2007

Karlmennska

Vegna nýliðins bóndadags núna síðastliðinn föstudag hefur verið nokkur umræða um það í útvarpinu hvað sé karlmennsku, eða hvað það er sem konur vilja meina að einkenni "alvöru" karlmann. Mörg svör, misgáfulega að sjálfsögðu..., hafa komið upp þannig að ég fór aðeins að velta þessu fyrir mér. Hvað er það eiginlega sem ég lýt svo á að verði að einkenna karlmann? Eftir að hafa hugsað mig um stundarkorn... og notalegum potti í Akureyrarlaug :o)... komst ég mér til nokkurar furðu að niðustöðu. Flest það sem mér finnst að þurfi að einkenna karlmann til þess að hann geti talist "alvöru" karlmaður var að mestu leyti eitthvað sem á við um hann pabba minn!!! Ykkur til gamans tel ég hér upp nokkur atriði og viðurkenni það að það sem oft hefur verið sagt að kona leiti eftir karlmanni sem líkist föður sínum er kannski ekki svo fjarri lagi... Njótið ;o)

Karlmaður verður í fyrsta lagi að vera sterkur, ég fýla frekar stráka/karla sem vinna við eitthvað þar sem þeir þurfa að reyna líkamlega á sig.
Karlmenn geta smakka allt í ískápnum, sérstaklega þegar maður er ekki viss um það hvort maturinn sé orðinn skemmdur.
Mér finnst frekar flott að fá að sjá hann soldið skítugan. Þýðir að hann hefur verið að gera eitthvað.
Og svo er það margt svo miklu fleira... kannski þið getið bætt einhverju við??

laugardagur, janúar 20, 2007

Life goes on and on

Jæja þá er lífið byrjað sinn vanagang aftur. Skólinn kominn á fullt og ég m.a. búin að skila fyrsta verkefninu á þessari önn. Þá er það bara hin ógurlega lokaritgerð sem ég er að baksa við að byrja á. En efnið er allavega áhugavert sem ýtir á mann.

Þessa helgina er háskólasprell hérna fyrir norðan sem þýðir að stórir hópar frá skólunum fyrir sunnan eru hér í heimsókn núna. Í gær var farið upp á Sólborg þar sem boðið var upp á drykki og fólk gat spjallað saman. Hitti m.a. gamlann bekkjarfélaga úr grunnskóla :o) Svo kíktum við Heiða aðeins niður í bæ með Ólöfu og Grétu. Ég var mjög ánægð með að vera bara komin heim um tvö leitið, annars væri ég ekki svona hress núna. Er að hugsa um að lesa svona fram að hádegi og skella mér þá í sund. Það er nú einu sinni alltaf svo hressandi. Í kvöld er síðan planið að fara bara út að borða á Plaza með Kennó og kíkja svo jafnvel aðeins í Sjallan... sjáum til hvernig það verður ;o)

Þá er ég allavega komin með smá skýrslu af sjálfri mér... sem var ekki væmin ;o)

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Væmin

Stundum langar mann bara hreint og beint til að vera væminn... það er eiginlega fátt sem mér finnst lýsa þeirri tilfinningu betur að vera ástfangin en textarnir með Sálinni!!! Þó svo að ég viti vel að "sumir" séu ekkert alltof hrifnir af þeirri grúbbu þá held ég að þessir textar geti fengið marga til að bráðna... Ég læt fylgja með einn texta sem ég held reyndar að ég hafi sett inn hérna áður. Það eru tvær manneskjur sem ég hugsa alltaf til þegar ég heyri þetta lag... og það fer alltaf notalegur hrollur um mig þegar ég heyri forspilið að laginu...

Undir þínum áhrifum
[lag: Guðmundur Jónsson / texti: Stefán Hilmarsson]

Ég er ofurseldur þér og uni vel.
Það er annað finnst mér allt mitt hugarþel.
Sem ég horfi á þig sofa finn ég að
það er brotið nú í lífi mínu blað.

Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér,
svo ég segi það hreint alveg eins og er.
Og ég hugsa alla daga til þín heitt.
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð,
verður hörpu minnar strengur alla tíð.
Það er ekki nokkur sem að brosir eins og þú.
Og ég lofa gjafir lífsins fyrr og nú.

Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Þú hefur löngu sigrað mig.
Takmarkalaust ég trúi á þig.
Mitt allt er þitt og verður
ókomin ár.

Ég mun elska þig allt fram á hinstu stund.
Uns ég held um síð á feðra minna fund.
En að líkum hef ég tímann fyrir mér
og ég hlakka til að eyða honum með þér.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð alltaf, enginn vafi er um það.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Nýtt ár, nýr tími... nýtt eitthvað meira...

Já það er víst orðið nokkuð langt síðan ég lét heyra í mér síðast. Jólin eru búin og jólafríið því miður líka... Var að vinna á fullu á pósthúsinu fyrir jólin sem var auðvitað bara mjög gaman. Síðan eyddi ég jólunum bara í faðmi fjölskyldunnar á Ísafirði. Fór síðan suður 30. des og var þar á áramótunum og þar til í gær þegar ég flaug hingað norður til Akureyrar. Þó svo að áramótin hafi verið allt öðruvísi en nokkurn tíman fyrr þá var bara mjög gaman. Við Úlfar borðuðum hjá mömmu hans og skutum síðan upp flugeldum með Jóni Ásgeiri. Síðan fórum við á ball í Grafarholti sem var meira en lítið skrítið... En ég er bara farin að hlakka til að fá ástina mína til mín aftur :o)