Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, apríl 29, 2006

Þankagangur

Mig langaði til að skrifa eitthvað voðalega gáfulegt hérna... svona til tilbreytingar. En fann bara ekki upp á neinu. Í sumar ætla ég mér að vera duglegri við að koma með gáfulega pistla, hver veit nema ég komi kannski með skemmtileg pólitísk innlegg svona þegar nær dregur kosningum og ég verð farin að koma mér inn í þau málin heima :o)
Tíminn hérna fyrir norðan styttist óðfluga og er aðeins um tvær vikur þar til ég verð komin heim... mmm get ekki annað sagt en að ég sé bara farin að hlakka nokkuð mikið til, sakna fjallanna minna og alls heima svo mikið!!!

Hér kemur gáfulegur texti sem er eitthvað sem ég ætla að reyna að hafa í huga í framtíðinni... og tel reyndar að margir ættu að gera

"GUÐ gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt...
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt...
og vit til að greina þar á milli."

föstudagur, apríl 28, 2006

Próflestur

Þá er próflesturinn víst hafinn með öllu sem honum tilheyrir. Undanfarna daga hef ég setið og lestið í siðfræði. Það er margt áhugavert sem ég hef verið að lesa en samt sem áður hefur mér þótt erfitt að staðsetja sjálfa mig innan einhverra þessarra stefna. Þegar ég var í mannfræðinni var menningarleg afstæðishyggja í miklum hávegum höfð en þegar ég fór að læra um hana hér þá var ekki allt sem sýndist... þannig að ég er fallinn ofan í endalausann pytt af hugleiðingum um það hvort að þær hugmyndir sem ég hef yfirleitt haft eigi við einhver rök að styðjast... er þið skiljið hvað ég á við! Allavega þá verður maður ansi steiktu í hausnum á þessum lærdómi og enþá er vika í mitt fyrsta próf!!!

---

Annars lítið að frétta annað en það að von á er fjölgun í fjölskyldunni í september. Katrín á nefninlega von á öðrum grís þá :o) Um að gera að drífa þetta bara af fyrst hún var á annað borð að byrja á þessu ;o)

sunnudagur, apríl 23, 2006

Dánartilkynning

Snjómaðurinn er látinn!!! Og nú meina ég það af fúlustu alvöru... eða allavega þarf mikið að gerast til að hann haldi lífi... innantóm að læra ensku

föstudagur, apríl 21, 2006

Goðin


Það má kannski segja að ég hafi náð toppinum á mínum komandi kennaraferli í dag... hærra en þetta held ég allavega að fáir geti komist!!!
Ég, Heiða og Guðbjörg vorum fengnar til að vera starfsmenn á ráðstefnu um einstaklingsmiðað nám sem haldin er af Háskólanum á Akureyri. Þess skal getið hér að það er nokkuð síðan uppselt var á þessa ráðstefnu og er um 300 manns sem sækir hana. Í dag voru í boði sex námssmiðjur svo við sátum spakar við innritunarborðin og skráðum niður þá sem mættu ásamt því að afhenda ráðstefnugögn. Fyrirlestrar haldarar ráðstefnunnar eru ekki af verri endan og fengum við að líta rjóman af þeim hópi í dag... Sjálfur Ingvar Sigurgerisson kom og heilsaði upp á okkur, ég krossaði við Lilju Jóns (skapandi skólastarf), spjölluðum við Sif Vígþórsdóttur ásamt því að við börðum augum The man, eins og Rúnar Sigþórsson kallaði hann, Mel Ainscow, sem er víst aðal kallinn í þessu öllu saman :o)
Þannig að það er ekki að undra að ég sé hálf uppgefin eftir daginn... og ekki verður dagurinn á morgun léttari þar sem við munum að öllum líkindum eyða meirihlutanum af honum með félögum okkar í Brekkuskóla þar sem ráðstefnan mun fara fram.
Læt hér fylgja með mynd af aðal goðinu okkar ;o) (tekin af heimasíðu hans http://starfsfolk.khi.is/ingvar/ svo að ég geti nú heimilda...)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Skólinn

Já nú er það víst ekkert nema harkan sex fram til 10. maí. Aðeins þrjár vikur í sumarfrí og þann áfanga að ég verði búin með mitt annað ár og 2/3 hluta af kennaranámi mínu hér við HA :o)

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég sakna Ísafjarðar og þín...

Jæja þá er maður bara á leiðinni heim :o) Já ætla að leggja af stað á kagganum mínum um hádegið á morgun. Það er ekki laust við að nokkur spenningur sé farinn að gera vart við sig. Er að mestu leiti búin að pakka niður og tilbúin að leggja af stað! Það verður nú ýmislegt um að vera þessa páskana. Fyrir utan rokkhátíðina á hún amma mín líka afmæli og svo er Steinunn líka að koma vestur eftir næstum 10 ára hlé... Veit samt að ég á eftir að sakna ykkar hérna fyrir norðan... mússí múss... Verst að missa af afmæli barnsins... ég er víst eitthvað slæm móðir ;o)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Strákar...

Ég er endanlega búin að komast að því að strákar eru skrítnasta tegundin sem gengur á þessari jörðu... Hvernig er yfirhöfuð hægt að skilja hvað þeir meina?! Og svo segja þeir að við stelpurnar séum flóknar!!! Strákar þið ættuð bara að líta í eigin barm... þið eruð nefninleg enþá flóknari en við!!!

mánudagur, apríl 03, 2006

Tilvitnun

Af því að ég var svo einstaklega vond við hann Arnar bekkjarbróður minn í dag ákvað ég að skella inn hér einni tilvitnun í hann með von um það að hann geti fyrirgefið mér öll ósköpin.... (hann fékk þó allavega hláturinn í staðinn...;o))

He who can, does, he who can not, teaches.