Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, október 22, 2007

Að fljúga

Það er þó nokkuð langt síðan ég ætlaði að skella þessari færslu inn en nú loksins ætla ég að láta verða að því.

Í byrjun mánaðarins fór ég með flugi til Akureyrar. Það er ekki eina skiptið þetta haustið sem ég hef átt leið á Reykjarvíkurflugvöll þar sem ég hef bæði verið að sækja og skutla vinum og vandamönnum sem fylgir því auðvitað þegar maður er sjálfur kominn í borgina, enda ekkert sjálfsagðara. Á þessum ferðum mínum hefur það aðallega verið eitt nokkuð stórt vandamál sem ég hef þurft að glíma við, það eru bílastæðin!!! Það er nánast ómögulegt að verða sér út um bílastæði við flugvöllinn!!! Maður þarf að sveima þarna um eins og fluga í þeirri von að einhver yfirgefi stæði. Fimm mínútna stæðin eru ekki einu sinni laus, þannig að það er ekki hægt að stoppa í augnablik til að hjálpa fólki inn með töskuna... Og ég stórlega efast um það að allir þessir bílar séu í eigi farþega... set stórt spurningarmerki við það...

... annars vildi ég líka óska þess að ég gæti flogið! Ekki vegna þess að ég hafi svo einlægan áhuga á því að fljúga heldur vegna þeirrar staðreyndar hversu "ógeðlega" dýrt það er að fljúga á milli staða hérna á Íslandi!!! Fyrir fyrrnefnt flug mitt til Akureyrar varð ég að gjöra svo vel að greiða hvorki meira né minna en 17.000 kr, sem mér finnst hreinnt og beint RÁN!!! Það versta er að maður hefur ekkert val.... annað hvort borgaru bara það sem flugfélagið setur upp eða flýgur bara ekki neitt... Ég er algjörlega á því að á þessum vígstöðum sé mikill skortur á samkeppni!!!


...jæja ég er hætt að kvarta og vera grömpí í bili og kveð að sinni :o)