Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, júlí 28, 2006

Allt tekur endir um síðir

Jæja þá er 28. júlí í dag og aðeins tvær vikur í það að ég flytjist aftur búferlum norður á boginn. Ætla reyndar að taka forskot á sæluna og skreppa til Akureyrar á Versló með henni Heiðu systur og vonast þá eftir að sjá eitthvað af mínum elskulegu sultum sem ég hef saknað svo mikið í sumar. Það hefur þó linað sársaukan að hitta litlu englana mína tvo sem voru á ferðalagi með pabba sínum og co hér fyrir vestan :o)
Fékk reyndar mjög skemmtilegt símtal fyrir nokkrum dögum frá henni Guðbjörgu þar sem hún var að bjóða mér sófann sinn í nýju íbúðina mína :o) Ég var auðvitað hin ánægðasta þar sem ég þekki hann af eigin reynslu og veit að það verður meiriháttar að kúra í honum yfir sjónvarpinu!!!

Vá hvað þetta blogg er eitthvað gelgjulegt... held að ég sé bara að komast í tengsl við gelgjuna í sjálfri mér! Svona fara Vestfirðirnir með mann...

Til að kóróna allt
6 dagar í versló :o)

mánudagur, júlí 24, 2006

Ég skemmti mér...

Lítið að frétta af mér þessa dagana. Það styttist reyndar í versló og við Heiða ætlum þá að skella okkur til Akureyrar :o) Gaman að sjá bæinn frá öðru sjónarhorni... ætlum að gista í tjaldi og allar græjur :o) Líklega kíkjum við líka á einhverja staði í kring og kannski eitthvað fólk líka, hver veit!

Annars átti ég mjög skemmtilega helgi. Fyrst með Salari og síðan á balli á Flateyri með henni Tinnu. Látum myndirnar bara tala sínu máli :o)




Salar og ég



Fannar og Heiða



Ég og Tinna

mánudagur, júlí 10, 2006

Reykjavíkin

Jæja þá er maður víst kominn afutr heim í sveitasæluna eftir að hafa eytt einni helgi eða svo í borg óttans. Skellti mér nebbla bara suður með henni Heiðu systir :o) Við vorum komnar í bæinn um ellefu leytið og byrjuðum á því að koma við upp í Grafarvogi til að sækja dót sem Heiða átti þar áður en við fórum á okkar gististaði þar sem við sváfum vært. Morguninn eftir átti síðan að taka daginn snemma og strauja allar helstu búðir borgarinnar. Það endaði að sjálfsögðu í sama brjálaðinu og vanalega, pirringu og fyrirheitum um það að gera þetta sko EKKI AFTUR!!! Það hefði eflaust verið mun skemmtilegra að sitja úti og sleikja sólina eða kíkja á írska daga upp á Skaga eins og mér var boðið að gera. Eftir erfiðan dag var mér síðan boðið í grillveislu hjá vinum Úlfars. Þar horfði ég á sorglegan ósigur Portúgala, borðaði lax, drakk smá bjór, söng í singstar og hafði það bara aldeilis fínt :o) Eftir herlegheitin kíktum við síðan niður í bæ, svo maður var ekki að skríða heim fyrr en um 4/5 leitið... Af þeim sökum lagði ég ekki af stað á hádegi eins og ég hafði áður ráðgert... Kom líka við í sveitinni hjá Steinunni og var því rétt að renna í hlað hér á Seljalandsvegi 67 þegar Ítalir voru að taka við bikarnum :o) Húrra fyrir því!!!!