Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, september 29, 2005

Ég get alveg verið DAMA

Ætlunin var að akkúrat á þessu augnabliki sæti ég heima og horfði á ritgerðina mína um málþroska 5-8 ára barna skríða hægt út í prentaranum, en... Í staðin sit ég enþá hérna á Sólborg og nenni ekki að klára það litla sem ég á eftir af þessu verkefni! Þess vegna datt mér í hug koma einhverri af minni gífurlega gáfulegu hugsun á framfæri hér á alheimsnetinu.

---

Ég virðist eiga við ákveðið vandarmál að stríða. Við Heiða höfum mikið rætt um lausnir á þessum vanda og nú virðist lausnin í sjónmáli. Það er þessi blanda ég+áfengi+pólitík+strákar sem virðumst einhvern vegin ekki alveg eiga saman. Ég virðist sem sagt eiga það til, þegar ég er komin nokkuð í glas, að byrja að tala um pólitík og þá sérstaklega við hitt kynið! Og við erum kannski ekki að tala um neinar vandaðar umræður heldur meira bara þannig að ég verð alveg voða æst sem endar ekkert alltaf voða vel... Það virðist líka einhvernvegin alltaf vera þannig að ég lendi á svona gaurum sem eru alveg akkúrat á andverðri skoðun við mig. Einhverjir hægri pésar í fínum jökkum og skyrtum... Ætti ég ekki að vera farin að geta sagt mér þetta sjálf???
En í framtíðinni hef ég ákveðið að vera DAMA. Já ég ætla bara að fá mér smá lögg af hvítvíni neðan í glasið, brosa bara og vera sæt. Þegar strákur sest hjá mér ætla ég ekki að byrja á því að spyrja hann hvort að hann sé sjálfstæðismaður áður en ég ákveð að tala meira við hann. Ég brosi bara og kinka kolli og læt líta út fyrir að það sé allt voða áhugavert sem hann er að segja :o) Mér sýnist allavega flesta allar aðrar stelpur gera það... Ég hef mikla trú á að ég eigi eftir að standa mig vel í þessu dömuhlutverki og ef þið haldið eitthvað annað þá er það bara kjaftæði í ykkur!!!

p.s. Ég er búin að vera með gervineglur í næstum 7 vikur!!! Hvað segir það ykkur sem enn efist um kvenleika minn????

sunnudagur, september 25, 2005

Klukk

Æji ég lennti víst í klukki hjá Heiðu sem felur í sér að ég verð að skrifa 5 tilgangslausa hluti um sjálfa mig hér á bloggið!

1. Ég hef voðalega gaman af því að vera í skrautlegum sokkum og á reyndar enga sem eru einlitir.

2. Mér finnst blóðmör betri en lifrapylsa.

3. Ég elska pottaplöntur og vill eiga sem flestar sjálf!

4. Mér finnst gaman að prjóna lopapeysur.

5. Ég er ættuð úr Ófeigsfirðið á Ströndum.

Úff þá er þessu lokið.... Njótið vel

föstudagur, september 23, 2005

Ísafjörður

Gúanóstelpan

Þarna fékk ég það fyrst,
þarna fékk ég þig kysst,
hingað kem ég þegar heimurinn frýs,
aldrei faðmað aðra eins dís,

En ég veit þú liggur með þeim,
en nú er ég á leiðinni heim,
til að fara í brjálað geim,
með þér og þessum rugluðu tveim.

Viðlag:
Ég sakna Ísafjarðar og þín,
gúanóstelpan mín,
langar að hitta þig,
kíkja smá inn í þig,
gúanóstelpan mín.

Þú kenndir mér svo margt,
að lífið er fallega svart,
smá snert af rugli er allt sem þú þarft,
ástin er aðeins hjartaskart.

Viðlag X 2

Taktu mig höndum tveim,
þó þú hafir verið með þeim,
þó þú hafir verið með þeim,
taktu mig höndum tveim.


Ég rakst á þennan texta á gömlu bloggsíðunni minni og ákvað að skella þessu bara inn hérna líka. Datt reyndar í hug að senda þetta líka til hans Braga vinar vors og félaga svo hann gæti nú bætt þessu í safn bæjarsöngvanna! Hver veit nema þetta eigi nú eftir að vera sungið á leikskólum Ísafjarðarkaupstaðar einhvern tíman í framtíðinni?

miðvikudagur, september 21, 2005

Kópasker


Datt í hug að skella inn nýjasta skiltinu í safni okkar Heiðu. Eins og áður vona ég að þið njótið vel :o)

þriðjudagur, september 20, 2005

Better is late than never...

Jæja það er nú komið ansi langt síðan ég skrifaði einhverja línu hér á þessu bloggi. Búin að vera léleg í haust að hluta til sökum anna! Það sem ber kannski helst að nefna fyrir áhugasama er að ég náði margumræddu eðlisfræðiprófi. Var sko ekkert smá hamingjusöm með það :) Síðan er ég búin að fara í aðra menningarreisu með Heiðu, ásamt réttum sem við skelltum okkur líka í.
Ég er nú reyndar líka búin að vera nokkuð dugleg við að skemmta mér :) Á þar seinustu helgi vorum við Herdís með bekkjarpartý og svo fórum við öll niður í bæ á eftir, sem var allt mjög gaman. Núna s.l. föstudag var síðan vísindaferð Magister í Norðlenska. Ég hafði nú ákveðið að taka því rólega þessa helgina, en það endaði ekki betur en svo að ég fór í partý í Klettastíg og svo á ball með Stuðmönnum! Hef ákveðið að taka því bara rólega núna... kíki bara á kaffihúsakvöld í þingvallarsstræti á fimmtudaginn og hef það kósý með stelpunum!

Læt þetta gott heita í bili