Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, apríl 27, 2007

Búið

Ég er búin að skila lokaritgerðinni minni... Einn mesti gleðidagur í lífi mínu :o)

mánudagur, apríl 23, 2007

Lokaspretturinn

Ég átti mjög góða helgi. Skilaði lokauppkastinu af ritgerðinni minni á fimmtudaginn og skellti mér síðan bara suður í borgina. Keyrði í Brú og skildi bílinn minn eftir þar og fór restina af leiðinni með mömmu og pabba sem voru að koma að vestan. Á föstudeginum skellti ég mér í heimsókn í Hjallaskóla. Fékk góða kynningu á skólanum og skrifaði undir starfssamning :o) Fínt að vera komin með það á hreint!!! Eyddi síðan tímanum með Úlfari og fjölskyldunni til skiptis.
Í gær var Tinna frænka mín síðan fermd. Athöfnin var bara voða notaleg og veislan á eftir mjög fín. Alltaf gott að fá góðar kökur ;o)

Núna er það svo bara lokaspretturinn hérna í Háskólanum. Fékk ritgerðina mína til baka frá Brynhildi í morgun og er nú byrjuð á síðustu lagfæringunum... frekar góð tilfinning og stefni ég á að skila ritgerðinni inn á föstudag :o) Hefði samt aldrei náð því sem ég er búin að gera ef ég ætti ekki svona yndislega mömmu!!! Ef allir væru svona heppnir...

mánudagur, apríl 16, 2007

Vor í lofti...

Já það er sko aldeilis vor í lofti. Grasið er farið að grænka og það er einnig farið að hlýna nokkuð í veðri. Svo er það auðvitað skóla-stress-fýlingurinn sem fylgt hefur vorunum hjá mér núna síðast liðin fjögur ár... en brátt sér fyrir endan á honum og minni háskólagöngu! (í bili að minnsta kosti, maður á víst aldrei að segja aldrei ;o)) Án efa verður það nokkuð skrítið að mæta ekki aftur til starfa hér á Akureyri næsta haust, mest á ég auðvitað eftir að sakna skólafélaganna og þó sérstaklega sultunum mínum... En það er auðvitað líka margt spennandi fram undan. Nú er það bara lífið, þetta líf sem ég er búin að þrá svo lengi að getað byrjað að lifa en er samt smá smeyk við...