Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Klukk again

Jæja Baldur Smári klukkaði mig svo ég verð nú að standa mig í stykkinu...

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:

Bæjarvinnan á Ísafirði
Leikskólinn Eyrarskjól
Grunnskóli Suðureyrar
Íslandspóstur, Ísafirði

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Love Story
Braveheart
La vie é bella
Durty Dancing

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Ísafjörður -> Fjarðarstræti 2 og Seljalandsvegur 67
Akureyri
Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Friends
Sex in the city
Desperate Housewives
Lost

Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Danmörk
Noregur
Finnland
Krít


Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):

unak.is
mbl.is
bb.is
namsgagnastofnun.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Lifur a la mamma
Nautasteik
Pönnukökur
Kjúklingur

4 bækur sem ég les oft..... í:

Litróf kennsluaðferðanna
Dalalíf
Námskráin
Samheita orðabók

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

Á bakpokaferð um Evrópu (veturnir geta líka verið fallegir þó það sé kalt...)
Í heimsókn hjá Igor í Brasilíu
Kannski nær að liggja í sólinni á Kanarý...
Langar alltaf heim á Ísafjörð!

Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:

Heiða systir, Sigrún Dögg, Herdís og Stína Turner :o)

mánudagur, janúar 23, 2006

Fréttir dagsins

Þá er alvara lífsins tekin við eftir yndislega helgi með stelpunum. Dagurinn í dag var svona einn af þessum löngu dögum. Byrjaði á því að drattast á fætur og fara á Bjarg kl.8 og var síðan í skólanum til fimm, eftir það var síðan magister fundur... Þannig að nú mun ég bara sitja á rassinum, fá mér að borða, horfa á OC og lesa svo eitthvað í Glimrende svo við Guðbjörg getum nú sett vinnuna á fullt á morgun :o

---

Annars er það kannski helst í fréttum hjá mér að hann Posidon fannst látinn á heimili sínum rétt eftir hádegið í gær. Hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Blómar og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir!

föstudagur, janúar 20, 2006

Stundin er runnin upp :o)

Já nú er stóra stundin runnin upp! Guðbjörg er bara að klára að pakka í bílinn en síðan mun hún koma og sækja mig og við hverfum á vit ævintýranna á Illugastöðum. Hver veit nema kvöldið verði okkar um þorra í Valgaskógji :o) Held allavega að ég sé búin að pakka öllu mínu niður og bíð bara spennt eftir að vera sótt...
Í kvöld er reyndar líka Háskóladjamm hér á Akureyri þar sem að kollegar okkar að sunnan eru komnir í heimsókn. Á morgun ætlar Magister m.a. að bjóða stúdentum úr KHÍ í pizzu og öl til að þakka fyrir góðar móttökur í fyrra vetur. Á morgun er síðan ball í Sjallanu með á Móti Sól og eiga því allir að öllum líkindum eftir að skemmta sér mjög vel!!!
En jæja ég ætla að leggja síðustu hönd á farangurinn... Yfir og út :o)

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Bústaðarferð

Jæja þá er komin fimmtudagur og helgin framundan. Ég er búin að hlakka mikið til þessarar helgar þar sem að við sulturnar ætlum að skella okkur saman í bústað á Illugastöðum. Það verður án efa mikið stuð enda fullþjöppuð dagskrá sem enn hefur ekki verið gerð opinber... En þó er víst að mikið verður sungið, drukkið og etið :o)
Ákvað að skella þessu með, á þetta ekki líka alveg sérlega vel við mig? ;o)





You Are Tequilla



When you drink, you're serious about getting drunk!
You'll take any shot that's offered up to you...
Even if it tastes like sock sweat!
And you're never afraid of eating the worm.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Já ég er víst...

Snickers

Nutty and gooey - you always satisfy.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Í dagsins önn

Peysan er að verða tilbúin og þá er ég að vonast eftir að fá geðheilsu mína fljótlega aftur. Annars þá er það hest að frétta að Stínu gekk bara svona glimrandi vel í EVÍ :o) Án efa hafa hlýjar hugsanir og góðir straumar haft þar talsvert að segja... eða kannski er hún bara svona klár stelpan :o) (reikna fastlega með að það sé það síðast nefnda!) Sendi henni bara hér með mínar bestu hamingjuóskir!!!

---

Annars er ekki laust við að reiðin sé soldil mikil hjá manni þessa daganna vegna blaðaskrifa DV. Það er ekki eins og að þetta sé í fyrsta skipti sem þeir koma með annað eins á forsíðunni en nú hefur öllum endanlega misboðið. Ég tel að bezta ráð okkar til þess að mótmæla aðferðum þeirra sé einfaldlega að sleppa því að kaupa blaðið!!!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Aftur á Ak

Jæja þá er skólinn víst byrjaður aftur og veruleikinn tekinn við á nýjan leik. Þarf reyndar bara að mæta í fyrsta tímann á morgun og svo verð ég komin í helgarfrí :o) Það sem hvað helst ber til tíðinda hér er án efa það að Alda og Guðbjörg hafa tekið mig upp á sína arma í líkamsræktarátaki... nú verður það ekkert elsku mamma! Ekkert ruslfæði og endalaus leikfimi! Fór með þeim á Bjarg í morgun og leið voða vel á eftir :o)
Annars er ég bara að streða við að klára lopapeysu sem ég byrjaði á í haust. Hlakka svo til að klára hana. Svo bíð ég líka bara spennt eftir helginni þar sem ég á von á Palla frænda í heimsókn JIBBÍ. Það er sko eins gott að hann standi við sitt og komi! Þarnæstu helgi er síðan ráðgerð sumarbústaðarferð með sultunum svo það er ekki annað hægt að segja en að það sé skemmtilegur tími framundan hjá mér hér norðan heiða.

föstudagur, janúar 06, 2006

Þrettándinn

Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Það þýðir að jólafríið góða er senn á enda og styttist því óðfluga í að ég snúi mér aftur að lærdómnum og haldi á norðlægar slóðir... Ég man hvað var alltaf gaman á þessum degi þegar ég var yngri. Kannski ekki þegar ég var smá krakki, þar sem að mamma hefur sagt mér að ég hafi verið með martröð í heila viku eftir álfabrennuna því ég var svo hrædd við púkana!!! En þegar ég var orðin aðeins eldri þá var maður auðvitað í dansinum. Fyrst sem ljósálfur, síðan álfamey og toppnum var að lokum náð þegar ég lék prinsessu, TVISVAR!!! Geri aðrir betur :o)

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Undir þínum áhrifum

Ég var undir miklum áhrifum frá henni Stínu s.l. haust og í til að veita henni andlegan stunðing vegna eðlisfræðiprófsins í gær ætlaði ég að vera búin að skella þessum línum inn, en sökum óhóflegrar tölvunotkunar föður míns (sem á reyndar sínar skýringar) komst ég bara ekkert í það fyrr en núna... vona bara að þetta virki samt :o)

Undir þínum áhrifum

Ég er ofurseldur þér og uni vel.
Það er annað finnst mér allt mitt hugarþel.
Sem ég horfi á þig sofa finn ég að
það er brotið nú í lífi mínu blað

Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér
svo ég segji það hreint alveg eins og er
Og ég hugsa alla daga til þín heitt.
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð áfram enginn vafi er um það

Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð,
verður hörpu minnar strengur alla tíð.
Það er ekki nokkur sem að brosir eins og þú.
Og ég lofa gjafir lífins fyrr og nú.

Ohhhh, uhhhh
Ég er undir þínum áhrifum í dag,
og verð áfram enginn vafi er um það.

Þú hefur löngu sigrað mig.
Takmarkalaust ég trúi á þig.
Mitt allt er þitt og verður ókomin ár.

Ég mun elska þig allt fram á hinstu stund.
Uns ég held um síð að feðra minna fund.
En að líkum hef ég tíman fyrir mér
og ég hlakka til að eyða honum með þér.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg
Ég er undir þínum áhrifum í dag,
og verð áfram enginn vafi er um það

Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð alltaf, enginn vafi er um það

Er reyndar búin að fatta að það er kannski einum of mikið um einkahúmor hérna... fyrir þá sem eru farnir að efast um kynhneigð mína og þekkja ekki Stínu þá er hún minn mikli verkefnafélagi í HA, og má segja að þetta lag sé eiginlega svona lagið OKKAR eftir allt puðið í haust :o)

mánudagur, janúar 02, 2006

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Kíkti inn á síðunna hjá Sigrúnu... varð bara að taka þátt í þessu :o)

Gleðilegt nýtt ár :o)

Já þá er komið nýtt ár. Að hugsa sér að það sé í alvöru komið árið 2006!!! Voðalega er maður að verða gamall eitthvað...
Annars er ég búin að hafa það alveg rosalega gott hérna yfir hátíðirnar, home sweet home :o) Maður er auðvitað búinn að éta alveg yfir sig af drasli og finnur alveg hvernig smákökurnar liggja framan á bumbunni en konfektið á rassinum... ;o) Nú er bara að vera dugleg að fara í sund, þ.e.a.s. þegar ég kem norður...
Annars voða lítið að frétta af mér. Fer að öllum líkindum norður á sunnudag :o) Hlakka bara til að hitta allar sultunar mínar aftur ;o)
Bestu kveðjur frá Ísafirði til ykkar allra :o*