Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, júní 08, 2008

Gúrkutíð...

Jæja ég er búin að vera voða löt eitthvað við að skella inn línum hér í vetur og reikna víst ekki með því að einhver jar breytingar muni verða þar á nú á næstunni.

Nú styttist óðum í hið langþráða sumarfrí. Ég er búin að plana hluta þess og finnst allt í einu eins og það sé ekki eins langt og ég hélt í fyrstu.

*Útskrift hjá pabba 14. júní.
*Ættarmót hjá Úlfari helgina 20.-22. júní
*22. júní-6/7 júlí ætla ég að vera í sælunni fyrir vestan
*7.-19. júlí ætlum við Úlfar að vera á ferðalegai um landið með stoppi í brúðkaupi á Kópaskeri 12. júlí.
*25.-27. júlí er ættarmót á Drangsnesi

Þannig að þið sjáið að það verður nóg að gera hjá mér í sumar :o) Hlakka samt mest til þess að geta legið aðeins í leti næstu vikuna og tekið aðeins í gegn hér á heimillinni þar sem allt að verða orðið frekar sjabbí ;)