Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, mars 31, 2006

Sviðskrekkur...

Jæja þá er dagurinn runninn upp. Bjartur og fagur! Í dag munum við frumflytja þá vinnu sem við höfum puðað að undanfarið, þ.e. sýningu í LHF! Það er ekki laust við að maður sé með smá fiðring í maganum en ég held að það sé nú bara betri svona til að halda sér vel við efnið :o) Allavega fyrir þá sem hafa áhuga þá byrjar sýningin í dag kl. 14.00 í Gamla Barnaskólanum. Í kvöld ætlar bekkurinn síðan að skemmta sér saman, fyrst í partý hjá Lilju og Sillu og síðan á sveitaballi í Hlíðarbæ :o) Þetta verður án ef einn skemmtilegasti dagur í langan tíma!!!

sunnudagur, mars 26, 2006

Sundkappinn mikli

Jæja ég ákvað að skella mér í sund áðan. Fínt að liggja aðeins í bleiti og jafnvel taka smá sprett í lauginni... Ég bjóst sko ekki við því að sjá ákveðna manneskju þarna!
Þegar ég var orðin hálfgerð rúsína á því að liggja í pottinum ákvað ég að vera smá dugleg og synda soldið. Ég stakk mér í laugina og synti nokkrar ferðir. Þegar ég stoppaði við bakkan eftir nokkrar ferðir kom ég auga á kunnulegt andlit á brautinni við hliðin á mér! Þar var enginn annar en sjálfur Björn Teitsson mættur. Ég hélt að sjálfsögðu áfram að synda í þeirri von að verða vitni að því þegar sjálfur sjarmörinn stæði upp á bakkann, spennt fyrir því að sjá minn gamla skólameistara spranga um á bakkanum... en allt kom fyrir ekki! Bjössi var æstur í sundinu og ég varð að játa mig sigraða og laumast niðurlút inn í kvennaklefann...

Kosningar

Jæja þá er komin sunnudagur og aldrei slíku vant sit ég niður í skóla og er að læra :o) (þetta er ekki kaldhæðni!!!) Aðalfundur Magister var á föstudagskvöldið og gekk allt bara mjög vel. Ég mun víst gegna hlutverki formanns n.k. vetur og vona bara að það eigi eftir að vera skemmtileg reynsla. Vestfirðingar virðast nokkurn vegin vera að taka völdin, allavega innan deildarinnar, þar sem að þrír af sex stjórnarmönnum eru að vestan. Ólöf víkari verður varaformaður og Lilja Ingólfs gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru Heiða (ritari), Herdís (skemmtinefnd) og Þórdís (skemmtinefnd). Skemmtilegt frá því að segja að Heiða er eini Akureyringurinn... hún verður því að sjá um að halda uppi heiðri bæjarinns...

Framundan er síðan sveitaball í Hlíðarbæ, nánar til tekið n.k. föstudagskvöld. Þá er stefnan víst tekin á bekkjarpratý fyrir ball og ætlum við síðan öll að skella okkur saman á ball. Að sjálfsögðu lætur djammdrottingin sig ekki vanta... Reyndar er aðalfundur FSHA sama kvöld en þar sem hann byrjar um sjö leitið er ég að vonast eftir því að komast nú líka í partýið. Það er samt skilda að mæta og taka þátt í kosningunum sem skipta mun meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Hvet ég alla nemendur HA til að kynna sér málin á heimasíðu FSHA !!!

mánudagur, mars 20, 2006

Hin duglega stúlka...

Þessa dagana er frekar mikið að gera hjá mér... Verkefni úr öllum áttum ásamt smá vinnu í kringum Magister. Gerðist nú samt voða myndaleg í síðustu viku og bauð Guðbjörgu og krökkunum í mat! (varð eiginlega að monta mig aðeins þar sem þetta tókst allt svo vel :o)) Var með lambabóg og allt tilheyrandi! Á föstudaginn skellti ég mér líka í vísindaferð í síman og hafði bara gaman af... það er víst alltaf hægt að finna sér tíma til að gera eitthvað annað en að læra... á næstu helgi er stefnan síðan sett á skemmtun á vegum Magister, sem verður án efa hin allra besta skemmtun :o)

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ungur eg var


Já það er ekki laust við það að í þessu námi mínu hafi margar minningar frá því þegar ég var í grunnskóla rifjast upp fyrir mér. Í vor er líka 10 ára fermingarafmæli og af því tilefni ætlum við árgangurinn að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öllum líkindum verður gaman að hitta flesta aftur og ég vona bara að sem flestir mæti. Allavega væri gaman að hitta aftur þá sem maður hefur ekki séð lengi og veit í raun og veru ekkert hvað hefur orðið um!!!
---
Sumir vinir mínir hafa fengið að heyra eitthvað um mína skemmtilegu æsku, en hún var víst á tíðum ansi skrautleg. Þegar ég var í grunnskóla var ég allavega mikil félagsvera og var helst alltaf að brasa í öllu sem um var að vera. Ég man t.d. vel allt skipulagið í kringum það þegar við vinkonurnar ætluðum saman í bíó. Yfirleitt sá ég um það að panta miðana fyrir okkur og þá fór matartíminn ósjaldan í það að taka við símtölum og bóka niður miða... Já og svo var það auðvitað allt planið sem fylgdi afmælisveislunum og bekkjarkvöldunum. Fyrir utan hvað maður var nú alltaf mikið skotin í einhverjum strákum... skrifaði svo I LOVE framan á hendina á sér og nafnið á honum inn í lófann! Var svo að berjast við strákana í bekknum þegar þeir voru að reyna að kíkja... Já og þegar ég var í 7 ára bekk var ég líka voða dugleg við að kyssa strákana í frímínútum þeim til mikils ama. Við fórum tvær saman ég og Steinunn, eltum þá uppi á skólalóðinni, króuðum þá af út í horni og svo hélt Steinunn þeim á meðan ég kyssti þá... Spurning um það hvort að ég hefði ekki verið kærð fyrir kynferðislega áreitni ef þetta ætti sér stað í dag... ;o)
En svona var lífið fyrir vestan í gamla daga...

mánudagur, mars 13, 2006

Auglýsing

Þar sem að harði diskurinn minn hrundi fyrir jól datt auðvitað allt út úr favorites hjá mér... þess vegna glataði ég mörgum bloggsíðum sem mér finnst gaman að skoða! Auglýsi hér sérstaklega eftir bloggsíðunni þinni Kristrún, svona svo ég get kommenntað til baka ;o)

Bíóferð

Já það var víst löngu komin tími á bíóferð hjá okkur stöllunum, þ.e. mér og Heiðu, enda höfum við ekkert farið saman í bíó í vetur! Fyrir valinu var Pride & Prejudice enda á besta verði í boði FSHA :o) Það verður ekki annað sagt en að fiðrildin hafi heldur betur tekist á loft í maganum á manni... og þau eru eiginlega ekki enþá farin að róa sig niður!!! Þetta var bara svona fullkomin stelpumynd, einmitt svona til að fara með góðri vinkonu á. Hefði sko alls ekki viljað fara á hana með einhverjum strák! Strákar skilja nefninlega ekki svona hluti... skilja ekki að maður geti beðið spenntur í tvo tíma eftir einum kossi... Sem var svo ekkert sýndur!!! Ég mæli allavega hiklaust með þessari, hvort sem fólk er ástfangið eður ei :o)

fimmtudagur, mars 09, 2006

Snjómaðurinn, Loðna daumsýnin í Himalajafjöllum

Fótspor í snjónum eru hið eina sem sést hefur af snjómanninum ógurlega!!!
Síðdegis þann 8. nóvember 1951 voru ensku fjallgöngumennirnir Eric Shipton og Michael Ward á ferð sinni ásamt serpanum Sen Tensig í átt að jöklinum Menlung í Himalajafjöllum. Skyndilega rákust þeir á gríðastór spor í snjónum. Þeir fylgdu sporunum í hartnær 1,5 kílómetra en fundu ekki þann, sem skilið hafi eftir sig sporin. Englendingarnir tveir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt en Sen Tensig velktist ekki í vafa. Þeir höfðu fundið spor snjómannsins ógurlega í Himalajafjöllum.
Snjómaðurinn hefur verið þekkt fyrirbrigði í Asíu í langan tíma. Hans er getið í 3000 ára gamalli kínverski alfræðibók og íbúar á staðnum viðurkenna hann sem hluta af náttúrunni. Lýsingar á snjómanninum eru ansi fjölbreytilegar en flestum ber saman um að þetta er loðin vera, sem líkist manni. Hún gangi á tvemur fótum og skilji eftir sig fórspor sem minna á spor eftir apa.
Aldei hefur tekist að mynda snjómanninn ógurlega en margar myndir gafa verið teknar af fótsporum. Á 8. áratugnum fann leiðangur dýrafræðinga í Nepal spor eftir snjómanninn en þó svo að meðal leiðangusmanna væru helstu sérfræðingar heims á sviði dýralífs í Himalajafjöllum, tókst þeim heldur ekki að ákvarða sporin.
Frægustu ljósmyndina af fótspori tók Eric Shipton umræddan dag í nóvember á Menlungjöklinum. Myndin sýnir gríðarstóran, breiðan fót, með greinilegri stórutá, svo að öðruleiti líkist apafæti. Vandmálið er svo það, að það er ekki vitað um neina apa af þessari stærð neins staðar í heiminum. Því telja margir vísindamenn að ljósmynd Shiptons hafi verið gabb.
Þeir vísindamenn, sem eru jákvæðir gagnvart snjómanninum ógurlega, hafa birt margar kenningar. Ein sú áhugaverðasta felst í því að um sé að ræða núlifandi tegund dýrsins Gigantophithecus, sem er tröllvaxinn ættingi órangútans. Steingerfingar hafa leitt í ljós, að það dýr lifði eitt sinn í Suðaustur-Asíu

Þar sem oft heyrist hermt að snjómaðurinn ógurlegi sé með rauðan eða appelsínugulan feld telja margir að um sé að ræða einangraðan hópa órangúta sem hafa þróað hæfileika til að lifa af í kuldanum.

Svo virðist sem að nafn þessa meinta snjómanns sé yfirleitt tengt við lýsingarorðið ógurlegur. Það er spurning um það hvort að hið norðlenska afbrigði af snjómanninum flokkist undir það. Það er spurning um það hvort að maður gæti orðið ríkur með því að smella af honum einni mynd eða svo... Á maður ekki alltaf að nýta öll þau tækifæri sem gefast?!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Kurteisi

Í ljósi umræðu í kennaradeildinni síðustu dag hef ég verið að velta hugtakinu kurteisi dálítið fyrir mér og hvað það er almennt að vera kurteis. Að þessu tilefni ákvað ég að gera dálitla rannsókn í morgun á meðan ég beið eftir að Guðbjörg sækti mig til að fara í leikfimi. Niðurstöðurnar komu mér ekki endilega á óvart þó að þær væru heldur sárar... Svo virðist nefnilega sem að karlmenn séu yfir höfuð mun kurteisari en konur! Á meðan ég stóð þarna niðri og beið áttu að sjálfsögðu fjöldi fólks leið framhjá mér, hver einasti karlmaður bauð mér góðan daginn en ekki einn einasti kvenmaður gerði það jafnvel þó að hún væri í fylgd með karlmanni sem biði góðan dag. Er þá málið virkilega það að við kvenþjóðin erum upp til hópa ókurteisari? Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem ég verð vör við þetta þar sem að ég hef vel orðið vör við þetta í starfi mínu á pósthúsinu heima og þá sérstaklega í útkeyrslunni!!! Oft á tíðum nöldra konurnar meira og kvarta yfir hlutum sem skipta ekki miklu máli á meðan karlarnir segja að þetta sé bara allt í besta lagi.

Er þetta þá virkilega staðreynd? Er þetta eitthvað sem við þurfum að fara að skoða betur?

þriðjudagur, mars 07, 2006

Results

Já þá er komin þriðjudagur og ný vika hafin eftir skemmtilega helgi. Það var hreint frábært á árshátíðinni. Get ekki annað sagt en að ég hafi bara skemmt mér vel. Held samt að það hafi verið lang skemmtilegast að vera svona fín :o)

Ný vika og verkefnin byrjuð að hlaðast upp... Ég er búin að vera ótrúlega mikill trassi undanfarið! Er hreinlega með allt niður um mig þessa dagana og verð því að fara að spýta ærlega í lófana ef ég ætla mér að klára eitthvað af því sem ég á eftir að gera... Í dag er það listasagan og í kvöld ætla ég að lesa eitthvað í siðfræði og fara svo bara snemma að sofa.

Að lokum langaði mig að segja frá því að mér var boðið í mat á tveimur stöðum í gær. Fyrst í hakk og spakk hjá Guðbjörgu og síðan í þýska veislu á Gulu villunni! Það er erfitt að vera svona vinsæll, allavega fannst maganum mínum það ;o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Árshátið

Jæja þá er það árshátíðin á laugardaginn :o) Við Stína ætlum að skella okkur saman og vera rosalega sætar að sjálfsögðu! Ég er loksins farin að passa aftur í gamla stutta, svarta kjólinn minn þannig að ég ætla auðvitað að vera í honum. Svo ætlar mamma að senda mér gömlu kápuna svo ég verð örugglega voða fín :o) Kem með frekara update síðar...