Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, ágúst 26, 2006

Kósý dagur

Jæja þá er maður aftur komin norður fyrir heiða og þessi síðasta önn mín í Háskólanum á Akureyri hafin. Verð að viðurkenna að þetta er frekar skrítin tilfinning, þ.e. að vera þriðja árs nemi! Í vor verð ég fullorðin!!!

Í dag átti ég voða kósý dag með Guðbjörgu og krökkunum. Byrjuðum daginn snemma á því að kíkja í sund, eftir það höfðum við það bara skemmtilegt á trambólíninu, kíktum á flóamarkaðinn á Hömrum og margt fleira. Borðuðum síðan núðlur og höfðum það kósý um kvöldið. Að þessu leiti er nokkuð gott að vera komin aftur norður... alltaf gott að hitta uppáhaldsfólkið mitt :o) Takk fyrir daginn Guðbjörg, Auður og Atli

föstudagur, ágúst 11, 2006

Góður bragur

Kæra Kristjana mín,
Klóra ég ögn til þín,
til að þakka þér
þau þroskuðu og gómsætu ber
er þú sendir mér.
Sumar og sólskin er hér
og börnin úti að leika sér.
Nú ertu farinn á fjöll,
ég fékk í mig svolítinn kjöll.
Ég vona að þú heimtist í haust,
ég heimta það fortaka laust.
Þegar veturinn hvæsir og hvín,
þá kemuru hingað til mín.
Því ég er sko alltaf eins,
þinn einlægi
Kristján Steins

Höfum svolítið verið að veltast með vísur undanfarið á pósthúsinu og datt þess vegna í hug að skella þessari inn svona til heiðurs henni ömmu minni :o)
Annars styttist óðfluga í norðurferð mína og ég er í óðaönn að ganga frá öllu sem þarf að vera frágengið áður en ég fer...
Síðasti vinnudagurinn var í gær og póstkellurnar kvöddu mig allar með virktum. Buðu mér meiraðsegja bara út að borða á Fernandos í gær :o)
Segji þetta bara gott í bili