Long time no writing...
jább... ég er búin að vera voðalega löt eitthvað við að skrifa hérna í vetur.
Enda líka alltaf voða lítið að frétta af mér eitthvað, annað en vinna, sofa o.s.frv. En á seinustu helgi skellti ég mér reyndar með í vorferð starfsmanna Hjallaskóla. Stefnan var tekin á Snæfellsnesið og fórum við í bráð skemmtilega snjósleðaferð upp á jökul, göngum meðfram ströndinni á Arnarstapa, borðuðum grillmat og sungum úr okkur lungun. Þetta var sem sagt hin allra skemmtilegasta ferð :)
En nú styttist í skólalok og ekki nema fimm vikur eftir af skólanum. Ég get ekki sagt annað en að ég hlakki mjög mikið til að fá mitt fyrsta sumarfrí síðan ég var 11 eða 12 ára. Já það verður sko ljúft að fá tveggja mánaða sumarfrí eftir annasamann og erfiðan vetur!