Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, október 26, 2008

Bolla bolla bolla...


Jæja loksins er ég búin að smella bumbu mynd af mér hérna inn á bloggið. Komin 28 vikur og hef það bara mjög gott. Reyndar orðin aðeins svifaseinni en ég var en annað er í góðu lagi :o)

Leyfi þessari líka að fljóta með... Frekar fyndið að vera loksins stoltur af því að hafa stórann maga ;o)

laugardagur, október 18, 2008

Léleg

Ég hef verið hræðilega léleg að blogga hérna... og líklega eru allir hættir að nenna að kíkja hérna inn þar sem ég skrifa aldrei neitt. Ætla að reyna að bæta mig og skella inn mynd hér á næstunni....

sunnudagur, júlí 06, 2008

Sumarið er tíminn

... þegar kvenfólk springur út og þær ilma af dulúð og sól, ójá.

Já á þessum bæ er þess sko sannarleg notið að vera í sumarfríi! Ég er búin að vera í sælunni hér fyrir vestan í heilar tvær vikur og hef sko sannarlega notið þess í botn. Það er nefnilega alveg æðislegt að geta verið svona í fríi og notið lífsins aðeins, þetta er allavega eitthvað sem ég gæti alveg vanist :)

Nú er stefnan tekin á frekari ferðalög. Úlfar kom á föstudaginn og reiknum við með því að leggja af stað í norðurátt þar sem við erum að fara í brúðkaup á Kópaskeri á næstu helgi. Eftir brúðkaupið ætlum við síðan að halda í austurátt og klára hringinn :) Þannig að það verður bara heilmikið ferðalag á okkur skötuhjúunm næstu tvær vikurnar.

sunnudagur, júní 08, 2008

Gúrkutíð...

Jæja ég er búin að vera voða löt eitthvað við að skella inn línum hér í vetur og reikna víst ekki með því að einhver jar breytingar muni verða þar á nú á næstunni.

Nú styttist óðum í hið langþráða sumarfrí. Ég er búin að plana hluta þess og finnst allt í einu eins og það sé ekki eins langt og ég hélt í fyrstu.

*Útskrift hjá pabba 14. júní.
*Ættarmót hjá Úlfari helgina 20.-22. júní
*22. júní-6/7 júlí ætla ég að vera í sælunni fyrir vestan
*7.-19. júlí ætlum við Úlfar að vera á ferðalegai um landið með stoppi í brúðkaupi á Kópaskeri 12. júlí.
*25.-27. júlí er ættarmót á Drangsnesi

Þannig að þið sjáið að það verður nóg að gera hjá mér í sumar :o) Hlakka samt mest til þess að geta legið aðeins í leti næstu vikuna og tekið aðeins í gegn hér á heimillinni þar sem allt að verða orðið frekar sjabbí ;)

mánudagur, maí 05, 2008

Long time no writing...

jább... ég er búin að vera voðalega löt eitthvað við að skrifa hérna í vetur.

Enda líka alltaf voða lítið að frétta af mér eitthvað, annað en vinna, sofa o.s.frv. En á seinustu helgi skellti ég mér reyndar með í vorferð starfsmanna Hjallaskóla. Stefnan var tekin á Snæfellsnesið og fórum við í bráð skemmtilega snjósleðaferð upp á jökul, göngum meðfram ströndinni á Arnarstapa, borðuðum grillmat og sungum úr okkur lungun. Þetta var sem sagt hin allra skemmtilegasta ferð :)

En nú styttist í skólalok og ekki nema fimm vikur eftir af skólanum. Ég get ekki sagt annað en að ég hlakki mjög mikið til að fá mitt fyrsta sumarfrí síðan ég var 11 eða 12 ára. Já það verður sko ljúft að fá tveggja mánaða sumarfrí eftir annasamann og erfiðan vetur!

mánudagur, mars 24, 2008

Aldrei fór ég suður...

... en samt er ég komin aftur hingað suður eftir alveg hreinnt frábæra páskahelgi. Rokkhátíðið en var mögnuð sem aldrei fyrr... maður verður sko aldrei fyrir neinum vonbrigðum með hana! Það var líka voða gott að koma heim, enda alltaf gott að koma til Ísafjarðar....

Gúanóstelpan

Þarna fékk ég það fyrst,
þarna fékk ég þig kysst,
hingað kem ég þegar heimurinn frýs,
aldrei faðmað aðra eins dís.

En ég veit þú liggur með þeim,
en nú er ég á leiðinni heim,
til að fara í brjálað geim,
með þér og þessum rugluðu tveim.

Viðlag:
Ég sakna Ísafjarðar og þín,
gúanóstelpan mín,
langar að hitta þig,
kíkja smá inn í þig,
gúanóstelpan mín.

Þú kenndir mér svo margt,
að lífið er fallega svart,
smá snert af rugli er allt sem þú þarft,
ástin er aðeins hjartaskart.

Viðlag X 2

Taktu mig höndum tveim,
þó þú hafir verið með þeim,
þó þú hafir verið með þeim,
taktu mig höndum tveim.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Lífið hér og nú

Jæja, ég er alltaf að reyna að lofa sjálfri mér því að vera duglegri við að setja inn færslur hér á bloggið mitt. Finnst voða gaman að lesa blogg hjá gömlum vinum sem búa einhvers staðar langt í burtu... en kannski er ein afleiðing þess að maður hringir sjaldnar því það er svo auðvelt að fylgjast með öllu sem er að gerast með því að lesa bara bloggið ;)

... En ég hef ýmislegt verið að bralla síðan ég kom heim frá Danmörku. Ég skellti mér m.a. á Skagaströnd yfir eina helgi sem var að sjálfsögðu voða gaman. Fór með rútu sem náði að festa sig á leiðinni þannig að þetta var bara allt saman heilmikið ævintýri. Guðbjörg og krakkarnir hugsuðu að sjálfsögðu voða vel um mig þannig að þetta var bara hin besta ferð :)

Þriðjudaginn 19. febrúar fæddist þeim Malla og Brynhildi lítil dóttir. Við kíktum að sjálfsögðu upp á Árvelli til að líta hana augum, en það var vel þess virði þar sem hún var að sjálfsögðu gullfalleg :)

Í febrúar náði Einar Sverrir, vinur Úlfars, þeim merkar áfanga að útskrifast úr viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Kíktum því í útskriftarteiti til hans og skelltum okkur aðeins út á lífið... já maður er orðinn svo gamall að það er farið að teljast til frétta að farið sé út á djammið... það er af sem áður var.

Á síðustu helgi vorum við síðan að passa Núma Hrafn, sem gekk bara mjög vel. Hann var samt mun hrifnari af Úlfari en mér. Sofnaði meirað segja í fanginu á honum inn í stofu, sem mér fannst bara sætt...

Í næstu viku er ferðinni síðan að sjálfsögðu heitið vestur á Ísafjörð, rock city of Iceland, þar sem við ætlum að eyða páskunum :)