Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, desember 11, 2006

Jólin nálgast

Já það eru víst bara 13 dagar til jóla svo það er eins gott fyrir ykkur að fara að spýta í lófana ef þið ætlið að ná að klára allt sem þarf að vera búið að klára!!!
Ég er komin heim og byrjuð að vinna á pósthúsinu, alltaf nóg að gera á þeim bæ á þessum árstíma. Pakkarnir streyma inn sem aldrei fyrr með tilheyrandi stressi og taugaveiklun ;o) Ég er sem betur fer búin að ljúka við nánast allar gjafir sem ég gef í ár...

Annars voru dagarnir í Reykjavík bara alveg ágætir. Ég fékk að minnsta kosti loksins að eyða smá meiri tíma með Úlfari sem var auðvitað ekkert annað en frábært!!!