Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, september 18, 2007

Nýjustu fréttir

Jæja þá er víst komið þó nokkuð síðan ég gaf mér tíma til að skella inn nokkrum línum hér á bloggið. Auðvitað hefur verið alveg nóg að gera. Dagarnir hafa að sjálfsögðu gengið misjafnlega eins og gefur að skilja, en svona á heildina litið er ég bara nokkuð ánægð enn sem komið er.... en kannski er þetta bara einn af þessum bjartsýnisdögum hjá mér. Ég er oftast alveg búin á því þegar ég kem heim! Ég held að börn séu þær mestu "andlegu orkusugur"sem fyrirfinnast!!!! Nú er klukkan farin að nálgast tíu að kvöldi og ég heyri nafn mitt enþá óma í höfðinu á mér.... Sigga, Sigga, Sigga.... En þessi kríli geta líka verið alveg yndisleg, og áhuginn er svo sannarlega til staðar hjá þeim :o)

Annars erum við Úlfar bara búin að koma okkur ágætlega fyrir hérna í Hraunbænum. Flestir hlutir eru komnir á sinn stað og er húsfreyjan m.a. búin að falda gardínur og setja upp í eldhúsinu ásamt því að sulta aðalbláberjasultu í nokkrar krukkur. Það er bara ekki annað hægt að segja en að hér sé bara orðið nokkuð heimilislegt :o)

Á síðustu helgi skelltum við okkur austur fyrir fjall þar sem við kíktum í sumarbústað til ömmu og afa Úlfars og tókum Jón Ásgeir með okkur. Ferðin endaði síðan með því að við gistum í bústaðum hjá Eyþóri (föðurbróður Úlfars), borðuðum grillmat, spiluðum á spil og höfðum það skemmtilegt saman. Það gerði reyndar smá snjókomu en flestir létu það ekkert á sig fá... ;o) Á sunnudagskvöldið eldaði Úlfar dýrindis mexíkanskt lagsania og buðum við mömmu hans, Magnúsi og Jóni Ásgeiri í mat til okkar.

Annað er það ekki í bili... stefni á að hafa næstu færslu aðeins skemmtilegri... og ætla ekki að láta líð eins langan tíma í hana og þessa!