Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, júlí 06, 2008

Sumarið er tíminn

... þegar kvenfólk springur út og þær ilma af dulúð og sól, ójá.

Já á þessum bæ er þess sko sannarleg notið að vera í sumarfríi! Ég er búin að vera í sælunni hér fyrir vestan í heilar tvær vikur og hef sko sannarlega notið þess í botn. Það er nefnilega alveg æðislegt að geta verið svona í fríi og notið lífsins aðeins, þetta er allavega eitthvað sem ég gæti alveg vanist :)

Nú er stefnan tekin á frekari ferðalög. Úlfar kom á föstudaginn og reiknum við með því að leggja af stað í norðurátt þar sem við erum að fara í brúðkaup á Kópaskeri á næstu helgi. Eftir brúðkaupið ætlum við síðan að halda í austurátt og klára hringinn :) Þannig að það verður bara heilmikið ferðalag á okkur skötuhjúunm næstu tvær vikurnar.