Heima er bezt
Í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld,
í sölum hamra hárra á huldan góða völd
sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð
þar kvöldsins geislar glitra og kyssa Ísafjörð.
Í gærkvöldið tók ég smá bíltúr og endaði inn í Engidal og síðan upp á Seljalandsdal. Í þessari bílferð komst ég að því að ég bý trúlega á fallegasta stað á jarðríki... Pollurinn var spegilsléttur og sólin var að skríða á bak við fjöllin. Allir þeir sem hafa komið til Ísafjarðar að vor eða sumarlagi skilja hvað ég er að tala um. Það getur vreið svo ótrúlega fallegt og friðsælt hérna þegar veðrið er svona stillt og gott :o)
Í kvöld er ég að hugsa um að skella mér aðeins í sund á Suðureyri með henni Tinnu minni, áður ætla ég að kíkja aðeins á nýju íbúðina hennar. Alltof langt síðan við höfum hisst.
Þá kveð ég bara í bili.