Páskar
Jæja þá nálgast páskarnir víst... get ekki beðið eftir því að komast aðeins heim! Reyndar ekki mikið útlit fyrir að það verði mikið um skemmtileg heit þessa páskana þar sem ég neyðist til að eyða mestum tíma mínum í að sitja yfir lokaritgerð, en samt æðislegt að geta nú allavega að getað knúsað fjölskylduna og Úlfar :o)
Úlfar ætlar að reyna að koma hingað á þriðjudaginn og svo brunum við bara vestur á miðvikudag. Já það er sko ekki hver sem er sem nennir að sækja mann til Akureyrar, en hann er líka alveg einstakur :o*
Hingað til hefur ritgerðin gengið svona upp og ofan... maður á alltaf sínar svörtu stundir en oftast birtir til á endanum. Vildi bara óska að ég ætti tímavél og gæti farið fram í tímann um einn mánuð eða svo... Þá væri þessu lokið... Ég mundi mun frekar vilja það en að fara aftur í tímann og vinna í Víkingarlottói... ;o)