Danaveldi

Jæja þá eru jólin liðin með öllum sínum herlegheitum og alvara lífsins tekin við aftur. Ég hafði það mjög gott heima í fríinu þrátt fyrir að það tæki allt aðra stefnu en ég hafði reiknað með. Fríinu mínu lauk nefninlega með því að ég kvaddi hann afa minn í hinsta sinn, en hann lést nú á milli jóla og nýárs. Það er alltaf jafn sorglegt þegar maður missir einhvern nákominn þrátt fyrir að vist þeirra á æðri stöðum geti verið mjög kærrkominn. Ég veit að ég á eftir að sakna hans afa míns og það verður tómlegt að koma til Bolungarvíkur nú þegar hann hefur kvatt þessa veröld.
Hörður Snorrason
14. janúar 1934 - 29.desember 2007