Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Heima er bezt

Í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld,
í sölum hamra hárra á huldan góða völd
sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð
þar kvöldsins geislar glitra og kyssa Ísafjörð.

Í gærkvöldið tók ég smá bíltúr og endaði inn í Engidal og síðan upp á Seljalandsdal. Í þessari bílferð komst ég að því að ég bý trúlega á fallegasta stað á jarðríki... Pollurinn var spegilsléttur og sólin var að skríða á bak við fjöllin. Allir þeir sem hafa komið til Ísafjarðar að vor eða sumarlagi skilja hvað ég er að tala um. Það getur vreið svo ótrúlega fallegt og friðsælt hérna þegar veðrið er svona stillt og gott :o)

Í kvöld er ég að hugsa um að skella mér aðeins í sund á Suðureyri með henni Tinnu minni, áður ætla ég að kíkja aðeins á nýju íbúðina hennar. Alltof langt síðan við höfum hisst.

Þá kveð ég bara í bili.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Familien

Jæja þá er nú nokkuð liðið síðan ég settist niður við tölvunna og skrifaði hér niður nokkrar línur. Verð að segja að mér brá all svakalega þegar ég sá að Sigrún var bara farin að vera duglegri en ég!!! Á síðustu helgi fór ég inn í Reykjanes á ættarmót ásamt fjölskyldunni. Það var bara alveg rosalega gaman og verð ég að segja að ég hef bara ekki skemmt mér svona vel lengi. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í sund, skoðuðum fornminjar í Vatnsfirði með leiðsögn fyrv. kennara mín Ragnars, skoðuðum krikjuna og hlýddum á séra Baldur, borðuðum yndislegan mat, sungum, drukkum romm í heitt kakó og skemmtum okkur saman. Það er alveg ótrúlegt hvað það er gaman að hitta þessa ættinga sína sem maður hittir nánast bara á þessum mótum. Við Heiða erum staðráðnar í því að kíkja á Sirrý frænku ef ég kíki eitthvað suður í haust. Maður verður að vera duglegur að rækta tengslin svona þegar þau eru farin að myndast :o)
Annars er bara lítið annað að frétta af mér. Þegar ég er ekki að vinna þá ligg ég aðallega í let og les Dalalíf eða prjóna... Spurning um að fara að fá sér eitthvað líf!!! En jæja ég ætla að kíkja á hestbak inn í Hattardal með stelpunum svo ég verð að þjóta.