Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Danaveldi

Jæja, nú er ég bara á leið í fimm daga ferð til Danmerkur. Fer út á föstudag og kem aftur heim á þriðjudag. Við ætlum að eyða mestum tímanum í heimabæ H.C. Andersen, Odense, hjá Möggu frænku hans Úlfars en gista síðan síðustu nóttina í kóngins Köbenhavn. Ég ætla mér að njóta þessara daga til fulls, sem ég mun án efa gera :o)

mánudagur, janúar 28, 2008

Sól


Jæja þá er sólin mætt til Ísafjarðar :o)

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Allt búið og hið venjulega tekið við aftur...

Jæja þá eru jólin liðin með öllum sínum herlegheitum og alvara lífsins tekin við aftur. Ég hafði það mjög gott heima í fríinu þrátt fyrir að það tæki allt aðra stefnu en ég hafði reiknað með. Fríinu mínu lauk nefninlega með því að ég kvaddi hann afa minn í hinsta sinn, en hann lést nú á milli jóla og nýárs. Það er alltaf jafn sorglegt þegar maður missir einhvern nákominn þrátt fyrir að vist þeirra á æðri stöðum geti verið mjög kærrkominn. Ég veit að ég á eftir að sakna hans afa míns og það verður tómlegt að koma til Bolungarvíkur nú þegar hann hefur kvatt þessa veröld.


Hörður Snorrason

14. janúar 1934 - 29.desember 2007