Allt tekur endir um síðir
Jæja þá er 28. júlí í dag og aðeins tvær vikur í það að ég flytjist aftur búferlum norður á boginn. Ætla reyndar að taka forskot á sæluna og skreppa til Akureyrar á Versló með henni Heiðu systur og vonast þá eftir að sjá eitthvað af mínum elskulegu sultum sem ég hef saknað svo mikið í sumar. Það hefur þó linað sársaukan að hitta litlu englana mína tvo sem voru á ferðalagi með pabba sínum og co hér fyrir vestan :o)
Fékk reyndar mjög skemmtilegt símtal fyrir nokkrum dögum frá henni Guðbjörgu þar sem hún var að bjóða mér sófann sinn í nýju íbúðina mína :o) Ég var auðvitað hin ánægðasta þar sem ég þekki hann af eigin reynslu og veit að það verður meiriháttar að kúra í honum yfir sjónvarpinu!!!
Vá hvað þetta blogg er eitthvað gelgjulegt... held að ég sé bara að komast í tengsl við gelgjuna í sjálfri mér! Svona fara Vestfirðirnir með mann...
Til að kóróna allt
6 dagar í versló :o)