Útskrift
Jæja þá er ég komin aftur norður eftir góða helgi í borginni. Stoppa reyndar stutt þar sem ég er á leið vestur á Ísafjörð á morgun þar sem ég mun vera fram á föstudag. Á laugardaginn er síðan hin árlega árshátíð Háskólans og verður það í síðasta skipti sem ég mun sækja hana. Eftir helgi er ég síðan á leið til Finnlands þar sem ég mun taka þátt í samnorrænu verkefni sem lýtur að fjölmenningu í skólum.
Síðast en ekki síst vil ég óska henni mömmu minni TIL HAMINGJU með útskriftina á laugardaginn!!! Takk líka fyrir frábærann dag :o)