Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Útskrift

Jæja þá er ég komin aftur norður eftir góða helgi í borginni. Stoppa reyndar stutt þar sem ég er á leið vestur á Ísafjörð á morgun þar sem ég mun vera fram á föstudag. Á laugardaginn er síðan hin árlega árshátíð Háskólans og verður það í síðasta skipti sem ég mun sækja hana. Eftir helgi er ég síðan á leið til Finnlands þar sem ég mun taka þátt í samnorrænu verkefni sem lýtur að fjölmenningu í skólum.

Síðast en ekki síst vil ég óska henni mömmu minni TIL HAMINGJU með útskriftina á laugardaginn!!! Takk líka fyrir frábærann dag :o)

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ást er...


Mér hefur orðið tíðrætt um ástina hér að undanförnu, sumum til mikils pirrings. En væri hægt að óska sé nokkurs meira en að maki þinn segði eftir rúmlega 50 ára hjónaband aðspurður að því hvernig leiðir þeirra lágu saman ,,Ég bauð bara upp fallegustu stúlkunni á ballinu..." ? Já ekkert er jafn mikils virði í þessum heimi og ástin sem endist!

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Gott að hafa að leiðarljósi í lífinu...

"GUÐ gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt...
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt...
og vit til að greina þar á milli."

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Afmælisbarn


Já í dag á hann litli bróðir minn afmæli og er 18 ára!!! Ótrúlegt hvað tíminn getur verið fljótur að líða... finnst eins og það hafi verið í gær sem ég stóð úti á flugvelli með ömmu og Soffíu og beið eftir að fá loksins að sjá nýja fjölskyldumeðliminn sem kom ásamt foreldrum sínum með flugi frá Reykjavík. Mikið vatn hefur víst runnið til sjávar síðan þá og varla hægt að segja að hann Lilli litli sé lítill lengur. En ég óska honum allavega innilega til hamingju með daginn :o)


Hér að ofan má sjá fyrstu myndina sem tekin var af okkur systkinunum saman, sem hefur þá líklega verið í lok febrúar eða byrjum mars 1989.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Þreytt

Helgin var frábær og ég er enþá hálf þreytt. En nú þýðir víst ekkert annað en að spýta í lófana og fara að vera mega dugleg að læra!!!