Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, maí 13, 2007

Kosningar

Já það er ekki laust við að maður hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með úrslit kosninganna, en það mátti svo sem búast við þessu!!! Var bara svo reið yfir þessum úrslitum, enda löngu kominn tími á breytingar... það er ekki holt að hafa þá sömu við stjórnvölin svona lengi... Kannski maður pakki bara saman og flytji úr landi... hér breytist allavega ekki neitt á næstunni!!!

sunnudagur, maí 06, 2007

Afmælisbarn

Þá er dagurinn runninn upp, bjartur og fagur og ég orðin 25. ára :o) Til hamingju með afmælið Guðbjörg, Petra og mamma hennar Heiðu... Og allir hinir sem líka eiga afmæli í dag :o)

föstudagur, maí 04, 2007

My last days as HA-student

Já ótrúlegt en satt þá er ég bara bráðlega að fara að kveðja Háskólann á Akureyri! Finnst eins og það hafi verið í gær sem ég skyldi við mömmu og pabba í Áshlíðinni og rölti upp á Þingvallarstræti sem hefur verið mitt annað heimili þessi þrjú ár sem ég hef verið hérna... Á þessum árum hefur svo ótrúlega margt gerst og líf mitt hef breyst mikið. Ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki og gert ótrúlega marga hluti... stundum hefur mér leiðst mikið en oft hefur líka verið mjög gaman :o) Það er nokkuð ljóst að ég á eftir að minnast áranna hérna á Akureyri með söknuði, sérstaklega á ég þó eftir að sakna hinna yndislegu stelpna í Sultuklúbbnum... Takk fyrir að vera eins og þið eruð... :o*

p.s. við tækifæri skelli ég inn góðri myndaseríu frá þessum árum...