Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, maí 26, 2006

Kveðja

Í gær kvaddi hún amma mín þessa veröld. Ég á eftir að sakna hennar alveg óendanlega mikið en ég veit samt sem áður að nú er hún einhversstaðar á miklu betri stað. Hún verður líka alltaf hjá mér því ég veit vel að hún á eftir að fylgjast með mér í öllu sem ég geri. Þegar ég brosi eða hlæ á ég alltaf eftir að muna eftir henni ömmu minni :o)

miðvikudagur, maí 24, 2006

Plön

Venjulega hefur gengið frekar illa hjá mér að setja mér langtíma markmið. Þau virðast nefninlega sjaldnast verða að veruleika. Núna er ég samt búin að hafa dálítinn tíma til að setjast niður og hugsa mig aðeins um. Í fyrsta lagi er ég búin að ákveða að skera niður í kaupum sem snúa að útlitinu. Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að láta lita á mér hárið á stofu, hætta að kaupa alltaf dýrustu snyrtivörurnar, s..s í raun og veru bara að hætta að eyða peningunum mínum í hégóma. Í staðinn ætla ég að fara að spara fyrir þeim ferðalögum sem ég hyggst fara í á næstunni. Í haust hef ég ákveðið að fara til Oslo og heimsækja hana Silje vinkonu mína. Næsta vor er það síðan sultuferð í tilefni af útskriftinni okkar næsta vor :o) Eftir skólann hef ég síðan sett stefnunna á að fara eitthvað út í heim. Hvert það verður er enn óákveðið... Hjálparstarf í Afríku, auipair eða bara eitthvað allt annað, bara svo framarlega sem það sé eitthvað í útlöndum!!! Er virkilega komin með þörf fyrir að skoða heiminn aðeins... Get varla beðið :o)

föstudagur, maí 19, 2006

Komin heim

Vildi bara láta vita að ég er enn á lífi og komin heim til fjallanna minna fögru. Hef lítið gert síðan ég kom vestur annað en að slappa af, lesa í bók sem ég fékk í afmælisgjöf og sitja hjá henni ömmu minni á sjúkrahúsinu. Skrítið að mér finnst ég vera farin að ókyrrast. Það á ekki beint við mig að hafa ekki meira að gera, erfitt að slæpast bara... Kannski ég fari bara að lesa danskar pokket bækur til að undirbúa mig fyrir næsta vetur ;o)

miðvikudagur, maí 10, 2006

Próftíð lokið


Jæja þá er hinni blessuðu próftíð lokið að þessu sinni og þar með þessari önn!!! Að hugsa sér að næsta haust á maður eftir að vera lokaársnemi... Þessi önn hefur verið viðburðarrík og má með sanni segja að ég hefi sjaldan skemmt mér jafn mikið :o) Í gærkvöldið fór ég í Gulu villuna að kveðja stelpurnar. Ég á virkilega eftir að sakna þeirra, en planið er að fara til Oslo við fyrsta tækifæri!!! Meðfylgjandi mynd er frá endi afmælisveislunnar/kveðjupartýsins á síðustu helgi :o)

mánudagur, maí 08, 2006

One

Þetta lag er ég búin að hlusta á mjög oft núna í próftíðinni... enda mjög flottur texti og að sjálfsögðu frábær tónlist. Enda er U2 alveg meiriháttar!!!

Is it getting better?
Or do you feel the same?
Will it make it easier on you?
Now you got someone to blame

You say
One love
One life
When it’s one need in the night

Its one love
We get to share it
It leaves you baby
If you don’t care for it

Did I disappoint you?
Or leave a bad taste in your mouth
You act like you never had love
And you want me to go without

Well it’s too late
To night
To drag the past out
To the light

We’re one
But we’re not the same
We got to carry each other
Carry each other
One

Have you come here for forgiveness?
Have you come to raise the dead?
Have you come here to play Jesus?
To the leapers in your head

Did I ask too much?
More than a lot
You gave me nothing
Now that’s all that I got

We’re one
But we’re not the same
We hurt each other
Then we do it again

You say
Love is a temple
Love is the higher law

You ask me to enter
But then you make me crawl
And I can’t be holding on

To what you got
When all you got is hurt

One love
One blood
One life
You got to do what you should

One life
With each other
Sisters
Brothers

One life
But we’re not the same
We get to carry each other
Carry each other

laugardagur, maí 06, 2006

Afmælisdagur


Í dag er mikill merkisdagur. Við Guðbjörg eigum báðar afmæli, já og Petra líka. Í tilefni dagsins hef ég fengið margar skemmtielgar gjafir en það toppar víst ekkert það sem ég fékk frá henni Sigrúnu vinkonu minni á Hvammstanga. Set hér inn mynd af kortinu frá henni sem ég opnaði kl. 22.00 í gærkvöldið :o)