Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Komin suður á boginn

Jæja þá er ég búin að eyða nokkrum dögum hér í borg óttans. Það getur nú verið þvílíkt stressandi enda er ég kannski ekki þolinmóðasta manneskja í heimi!!! Hlakka samt til að komast í sæluna fyrir vestan ;o)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Jólafrí!!!

Jæja þá er ég óformlega komin í jólafrí!!! Á bara eftir að klára eina dagbókarfærslu og verkefni í Grunnskólafræði... er á leiðinni suður á föstudag og ætla bara að hafa það kósý þar í rúma viku eða svo. Síðan þarf ég ekkert að mæta aftur í skólann fyrr en 10. janúar!!! Já lífið er ljúft þessa dagana :o)

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Að snjóa í kaf!

Munið þið eftir myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna? Munið þið kannski eftir atvikinu þegar mamman og pabbinn fóru að reyta arfa í kartöflugarðinu? Ég lennti nefninlega í svoleiðis atviki í dag...

Þegar ég vaknaði í morgun var allt komið á kaf hérna. Ég átti ekki að kenna nema einn tíma eftir hádegi þannig að ég lúrði aðeins lengur í rúminu og labbaði síðan bara í skólann. Eftir að ég kom aftur heim tók það mig langan tíma að telja í mig kjark til að klæða mig upp og skella mér útí snjóinn til að moka bílinn minn út. Eftir kvöldfréttirnar lét ég loksins verða að því. Dúðaði mig upp og fór út í snjóinn, tók skóflu mér í hönd og byrjaði að moka. Þegar ég var að mestu leiti búin að moka bílinn út ruddi ég af honum snjóinn og reyndi að opna hann til að ná í sköfuna. En hurðin stóð eitthvað á sér og því reyndi ég að opna bílinn hinu megin. Datt í hug að hún væri bara svona vel frosin aftur... Þegar ég svo gekk aftur fyrir bílinn tók ég eftir dálitlu hræðilegu!!! aftan á honum stóð Yaris... ég var víst búin að moka vitlausan bíl út!!!! Næsti bíll við hliðin á var víst minn bíll... og ég neyddist til að byrja allt upp á nýtt...

Ég er farin að halda að ég sé bara í alvöru ljóshærð...

8 dagar í jólafrí :o)

mánudagur, nóvember 13, 2006

Gaman gaman

Ég komst loksins suður um hádegi á laugardag. Átti alveg hreint æðislegan tíma með Úlfari þó svo að hann væri alltof stuttur! Fór líka í skírn hjá Katrínu systur þar sem litli gaurinn hennar fékk nafnið Númi Hrafn :o) Stoppaði reyndar stutt við þar sem ég var á leið á árshátíð með Úlfari og vinnufélögum hans. Við fengum ágætis mat og fórum síðan á ball með Sálinni á NASA. Ballið var alveg frábært og við dönsuðum alveg heilann helling :o)
Í gær kíktum við síðan saman í nýja IKEA, sem er reyndar alltof stórt fyrir minn smekk... Fengum okkur síðan borgara á American Style MMmmmmm... Stuttu síðar var ég flogin á norðlægari slóðir :o(
En núna eru bara 9 dagar í jólafrí, JIBBÍ!!!!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Veður

Ég ætlaði að vera búin að eyða þessum degi í höfuðborg landsins. Ráfa á milli búða í kringlunni og kíkja í hið nýja IKEA. Á þessum tíma hafði ég hugsað mér að kúra bara upp í sófa með Úlfari og hafa það næs, en NEI!!! Ég er föst á Akureyri... sit ein í sófanum mínum og horfi á mis gott sjónvarpsefni, drekk pepsi, borða möndlur og vonasti eftir því að tíminn verði fljótur að líða... athugun klukkan 7.45 í fyrramálið og vonast ég eftir að komast með fyrstu vél!!!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Amour

Það er bara ekkert í heiminum sem jafnast á við það að vera ástfanginn...