Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Úr borg óttans


Jæja þá er enn einni Reykjarvíkurferðinni lokið og ég aftur komin norður. Þetta var bara hreint hin ágætasta helgi og ég náði bara að slaka nokkuð vel á :o) Var samt aðallega í því að kynna Háskólann á Akureyri! Svo hitti ég m.a. Tinnu vinkonu og knúsaði hana til helling enda er hún nú orðin móðir! Já og restina af tímanum eyddi ég síðan með henni Heiðu systur minni og fórum við m.a. á McDonalds sem hún hafði aldrei farið á áður!!! Því fannst mér við hæfi að láta meðfylgjandi mynd fljóta með ;o)

mánudagur, febrúar 20, 2006

Er þetta virkilega málið???

Mér brá illilega við þegar Stína bennti mér á þessa staðreynd og var ekki lengi að leggja mitt að mörkum... hvet ykkur hin til að gera hið sama! Er þetta sú hnignun sem í vændum er, ef fram fer sem horfir þá virðist félagi minn úr síðustu færslu hafa rétt fyrir sér... Athugið þetta! http://www.mellur.is/langimangi

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Enn og aftur í faðmi fjallanna bláu


Já ég hef alltaf verið nokkuð hörundsár fyrir gagnrýni á minn fagara heimabæ og höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð! En þetta síðasta sem ég fékk að heyra sló nú allt út.Ísafjörður verður lagstur í eyði fyrir 2015! sagði einn við mig og glotti. Auðsjáanlega fyrir löngu búin að fatta hvað þyrfti til að æsa mig upp. Og að svo búnu færði hann rök fyrir máli sínu. Sjáðu til. Það sem styður þetta bezt er það hvað allt er orðið gamalt þarna. Þið eruð með Gamla bakaríkið, Gamala apótekið, Gamla sjúkrahúsið og svo mætti lengi telja... Er eitthvað nýtt að gerast þarna hjá ykkur! Er í alvöru einhver uppbygging í gangi þarna??? Þó að viðkomandi hafi að ég held, eins og áður segir, einungis verið að koma með þessar athugasemdir til þess að pirra mig þá hafa þær fengið mig til nokkurar umhugsunar. Er eitthvað að gerast þarna heima? Er í raun og veru verið að gera eitthvað til að byggja bæinn upp? Þá myndi fróðir menn benda á hið nýja háskólasetur og segja að hér væri komin vísir að nýjum háskóla á Vestfjörðum... En ég er ekki alveg jafn ginkeypt fyrir þessari hugmynd. Hvað koma í raun og veru mörg störf með þessu? Og hvar á þetta háskólamenntaða fólk allt að fá vinnu að loknu námi... er eitthvað í boði fyrir það?

Máltækið góða á alltaf jafn vel við, að fjarlægðin geri fjöllin blá, því ég virðist aldrei hafa verið jafn stolt af uppruna mínum og minni heimabyggð en eftir að ég flutti þaðan... skrítið finnst ykkur kannski... En ætli maður fari ekki að sjá hlutina í öðru samhengi þegar horft er á þá í örlítilli fjarlægð, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefura ... en ég vill samt ekki trú að ég sé að missa minn heitt elskaða Ísafjörð! Það verður allavega einhvern tíman miklu seinna en 2015!!!

Hann er bara orðinn 17 ára strákurinn!

Já hann Beggi "litli" bróðir minn er bara orðinn 17 ára... frekar ótrúlegt en samt satt! Hann tók samt þá ákvörðun að taka ekki bílprófið að svo stöddu, enda óþarfa peningasóun þegar mamma og pabbi geta bara skutlað honum allt ;o)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Valentínusardagurinn

Já í dag, hinn 14. febrúar, er hinn árlegi Valentínusardagur. Siðurinn er að ég best veit uppruninn í Bandaríkjunum. Ég hef s.s. ekki mikið út á þennan dag að setja annað en það að mér finnst það algjört rugl að við Íslendingar séum að taka upp þennan sið hjá okkur. Eigum við ekki sjálf tvo daga, bónda- og konudaginn, sem hægt er að nota í sama tilgangi og þennan dag???

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Lítill drengur

Gleymdi að minnast á það að Tinnu og Ragga fæddist 5 marka sonur á föstudaginn. Hann fæddist þremur mánuðum fyrir tíman og er því í hitakassa en allt virðist líta vel út miðað við aðstæður :o) Ég óska þeim bara innilega til hamingju með litla drenginn og vona bara að allt eigi eftir að ganga vel :o)

Alltaf er ég eins...

Já alltaf er maður jafn hress... Ég hafði hugsað mér að vera alveg rosalega dugleg að læra þessa helgina. Á föstudagskvöldið ætlaði ég bara rétt aðeins að kíkja í bíó með Silje og Lone og hafa það bara huggulegt. Nýta síðan laugardaginn vel í SÞE verkefni þannig að ég gæti bara jafnvel kíkt í sund á sunnudeginum, en hvað gerist þá... Á föstudaginn var kynning hér í HA á náminu fyrir nemendur VMA og MA + kennurum úr báðum skólum. Eftir kynninguna var okkur síðan boðið í léttar veitingar yfir á Borgum. Ég ákvað að skella mér svo bara út að borða með Maríu og fleirum og eftir það enduðum við á Amor í fríum bjór svo það þarf víst ekki að spyrja að því hvernig kvöldið endaði!

En nú ætla ég bara að vera dugleg að læra og leggja áfengisneyslu á hilluna... í bili að minnsta kosti ;o)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Gangur lífsins

Forsjárhyggja í gleði er það vitlausasta sem maður gerir. Þess í stað ætti maður að njóta hennar til botns um leið og hún gefst. Ég hef tamið mér þá reglu að bíða ekki eftir stórafmælum, heldur fagna hversdagslega.

Síðast liðna daga hef ég verið að rembast við að klára bókina Barn að eilífu þar sem Sigmundur Ernir lýsir því hvernig er að ala upp fatlað barn. Þessi stutti bútur hér að ofan er einmitt úr viðtali sem tekið var við hann í Mannlífi 2004. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekið nokkuð á að þessa bók. Margar tilfinningar tókust á innra með manni, en þó tel ég að eftir lesturinn hafi ég fengið nokkuð góða innsýn í það hvernig er að vera foreldri fatlaðs barns. Ég er kannski ekki algjör grænjaxl í þessum efnum þar sem að ég á nú móðurbróðir sem er með Downsheilkenni, er s.s. mongóliti eins og venjan var áður að segja. Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið einstaklega heppin að fá tækifæri til þess að kynnast honum. Með því að kynnast honum og fleiri félögum hans hef ég lært að meta lífið á annan hátt, hversu dýrmætt lífið í raun er. Og alltaf er hann að kenna manni eitthvað nýtt. Það sem mér þykir alltaf hvað mest vænt um hjá honum Ella frænda mínum er það hversu afskaplega næmur hann er alltaf á tilfinningar. Þegar einhverjum líður illa þá er hann oftast fljótur að setjast hjá viðkomandi, taka í höndina á viðkomandi og reyna að hugga. Þannig reyndist hann mér þegar ég átti erfitt og þetta er einmitt það sem maður þarf á að halda þegar manni líður ill. Að einhver bara komi og taki utan um manni og segji að allt verði í lagi án þess að vera með ótal spurningar... Jæja þessi pistill minn fór út í allt aðra átt en ég ætlaði í byrjun... Ég ætlaði að tala um fötluð börn, en sú umræða bíður þá bara betri tíma :o)

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Klípusaga

Þar sem að ég mun leggja stund á siðfræði þessa önnina finnst mér við hæfi að skella hér inn einni klípusögu og fá fram ykkar afstöðu.

Stórslysið
Læknir er á ferð í bíl sínum og ekur óvænt fram á flugvélarflak á miðjum veginum. Vélin er greinilega nýhröpuð og liggur stórslasað fólk eins og hráviði meðfram henni. Hægra megin akbrautarinnar kúrir einn hinna slösuðu og metur læknirinn það svo að þótt honum sé viðreisnar von þá taki um klukkutíma að bjarga lífi hans. Hinum megin brautarinnar liggja fimm minna slasaðir einstaklingar en þó allir í lífshættu. Læknirinn ályktar að um klukkutíma taki að bjarga þeim samanlagt – en sé ekkert að gert innan þess tíma muni dauðinn ljósta þá alla sigð sinni. Hvernig myndir þú bregðast við í þessari aðstöðu? Myndi það breyta einhverju ef sá sem liggur einn væri þinn heitt elskaði maki til margra ára?

Svona sögum er að sjálfsögðu alltaf erfitt að svara og í raun getum við aldrei vitað hvernig við bregðumst við þegar á hólminn er kominn. En mér þykir gaman að pæla í þessum hlutum, reyna aðeins á siðferði mitt og hversu samkvæm ég í raun og veru er sjálfri mér :o)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Hamingjan

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað felist í því að vera hamingjusamur. Hvernig er í raun og veru hægt að vita að maður hafi fundið þessa hamingju? Ég er alveg ótrúlega heppin að eiga frábæra vini og yndislega fjölskyldu en samt finnst mér einhvern vegin eins og ég sé alltaf að leita að einhverju meira... Hvenær verður maður bara loksins fullkomlega sáttur við sig og sitt! Já svona eru pælingarnar djúpar í Drekagilinu þetta mánudagskvöldið... Yfir og út!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Back again...

Þreytt-sjúskuð-blönk, þetta lýsir best ástandi mínu eftir fyrstu Reykjarvíkur- og vísindaferð ársins!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Febrúar

Já þá er fyrsta mánuði þessa nýja árs lokið. Ótrúlegt hvernig mér hefur tekist á þessum stutta tíma að koma öllu í rass með lærdóminn... Við Guðbjörg vorum að brasa við GSK verkefnið sem við ætluðum bara rétt að klára í kvöld en fór allt í vitleysu vegna tæknilegra örðuleika! Svo er ég að fara suður um miðjan dag á morgun svo við verðum að redda þessu strax í fyrramálið, já maður er bara hress þessa dagana! Annars er ég bara farin að hlakka til að komast suður, held allavega að það verði spennandi að heimsækja þá skóla sem við ætlum að fara í. Heiða mun verða herbergisfélagi minn í þessari ferð og því er tilhlökkunin að sjálfsögðu enn meiri ;o) Svo er stefnan að sjálfsögðu sett á H&M og IKEA, ásamt ráðgerðri heimsókn til litlu systur.